Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER1981.
Hvammstangabréf:
Benedikt Axelsson
kerfi, hins vegar liggja kostir þess
ekki alveg í augum uppi. Þó mætti
kannski nefna það, að við þurfum
ekki að óttast svokallaða skrefataln-
ingu, sem mun hafa vakið höfuð-
borgarbúum meiri ugg, á sínum tíma,
en yfirvofandi gengisfellingar og eld-
gos. Okkar símtöl eru mæld í viðtals-
bilum, og á meðan við öskrum af
öllum lífs og sálar kröftum, hvað seg-
irðu, hvað segirðu, (við heyrum
nefnilega sjaldnast nokkuð, ef við
náum sambandi við einhvern) þá
öskrar símamærin, viðtalsbil, viðtals-
bil á tveggja mínútna fresti. Ég lenti
einu sinni i því aðöskra, hvað segirðu
í þrjú viðtalsbil og er mér tjáð að það
sé ekki met í þessu efni.
Stundum tekur apparatið upp á
ýmsum skringilegheitum, eins og um
daginn, þegar það þóttist vera orðið
sjálfvirkt og tók að hringja Ion og
don og vakti með því alla í sveitinni
klukkan fjögur um nótt. Flestir héldu
að einhver væri að gera símaat, og
einn mann veit ég um, sem eyddi í
það háifri klukkustund að skamma
símtólið sitt fyrir þennan barnaskap,
og þó er þetta dagfarsprúður maður
og iaus við allan ofstopa.
Betri tíð
í vændum
En þrátt fyrir alla galla Watergate-
kerfisins, dettur okkur ekki í hug að
kvarta, því að við vitum að fyrir
sunnan eru að minnsta kosti sextíu
menn sem vaka yfir velferð okkar, og
þeir munu koma hingað einn góðan
veðurdag með þrjátíu símtól og
segja, — vesgú og fyrirgefiði hvað
þetta kemur seint, en við höfum þvi
miður verið uppteknir við það að
undanförnu að malbika. Og það er
alveg rétt hjá þeim. Ég hef nefnilega
tekið eftir því, þótt ég sé ekki dag-
legur gestur á vegakerfi landsins, að
hér og þar hafa verið malbikaðir
spottar, og er engu líkara en þetta
hafi dottið af himnum ofan með
vissu millibili á leiðinni frá Reykjavík
til Akureyrar. En auðvitað er jiessu
ekki þannig varið. Þetta er trúlega
angi af hinni svokölluðu byggða-
stefnu, en hún mun vera fólgin í þvi,
meðal annars, að lofa okkur lands-
byggðarmönnum sjálfsögðum hlut-
um innan hæfilega langs tíma.
Skuttogari
á morgun
Sjálfvirkum síma er okkur lofað
innan fimm ára, malbikuðum vegum
innan fimmtíu ára og skuttogara á
morgun, ef við óskum eftir þvi og
skiptir þá engu máli hvort við eigum
heima við sjó eða inni i landi, eða er
það ekki rétt að togaraútgerð standi
með mestum blóma á Selfossi og
Egilsstöðum?
En þegar þessi timi er kominn
skiptir malbik okkur litlu máli og
skuttogarar koma okkur reyndar
ekki við heldur. Nú er upprunninn
timi veghefilsins sem djöflast um
hringveginn á þriðjudögum og föstu-
dögum og lætur sig engu varöa hvort
ófærð er eða sumarfæri, þvi að sam-
kvæmt veghefilsskerfinu skal moka
áðurnefnda tvo daga i viku, hvernig
sem viðrar. Ef menn halda að þetta sé
slæmt kerfi er það mesd misskilning-
ur, maður getur nefnilega gengið að
því jafn vísu að maður komist leiðar
sinnar þessa tvo daga og þvi, að
þegar Vegagerðin auglýsir að Holta-
vörðuheiði sé ófær, þá er hún fær og
virsi versa. En það er auðvitað ekki
henni að kenna.
Kveðja,
Ben. Ax.
Reykjavík fra grunni
Nú stendur yfir endurskoðun á
umferðarlögunum, að manni skilst.
Dómsmálaráðherra búinn að skipa
nýja umferðarlaganefnd, svo að
eitthvað virðist eiga að gera raunhæft
í þeim málum. Vonandi að vel takist.
Það er löngu vitað, að tslendingar
eru orðnir langt á eftir öðrum
þjóðum a.m.k. í Evrópu, hvað
umferðarmenningu snertir. Hér ríkir
lögmál frumskógarins eða
fáfengilegheit mannlegra samskipta, í
skipulagi og umferð.
Af mistökunum ættu menn að
læra. Þó er það nú svo að
skammsýnin og hinn þröngsýnasti
hugsunarháttur hefur ráðið ferðinni,
enn sem komið er. „Patentlausnir”
sem ekki eru annað en sýndar-
mennska gefa ekki annað en falska
öryggiskennd og er glæpur við
þjóðfélagið.
Hátíðleg fræðsla
Eins og er kenna ökukennarar og
ökuskólar kennslubækurnar:
„Akstur og umferð”, „Spurningar
og svör” o.fl. sem byggðar eru á
umferðarlögum. Þessi kennsla fer oft
fram á mjög stuttum tima. Jafnframt
kennslu í akstri og umferð um vegi,
götur og torg, að ógleymdum
umferðarmerkjum og merkingum og
þýðingu þeirra. Mér er ekki grunlaust
um að mörgum nemanda finnist þessi
fræðsla á margan hátt „hátíðleg”
svo ég noti orðalag ágæts nemanda.
Sannleikurinn er nefnilega sá að
þegar ökukennslan fer fram, sjá
nemendur alls staðar blasa við það
sem ekki á að sjást. Það er ekki hægt
að aka eina götu í Reykjavík án þess
að sjá hin margvíslegustu lögbrot
ekki bara hjá vegfarendum, heldur
líka hjá opinberum aðilum, vérk-
tökum, o. fl. o. fl. og það sem meira
er, lögreglumenn þeir sem aka um
tveir, þrír eða fjórir í hverjum lög-
reglubil eru löngu hættir að sjá
nokkuð athugavert við hlutina.
ökukennarinn reynir eftir fremsta
megni að fræða nemandann um lög-
legan og góðan akstur og virða boð
og bönn. — En hvað blasir við?
Skipulagsleysi á öllum sviðum. Jafn-
vel fáránleiki?
Ég nefni örfá dæmi af mörgum
og spyr: Hvers vegna er
biðskyldumerki við Sætún þar sem
Sætún og Skúlagata koma saman?
Þarna beygja göturnar hlið við hlið i
akbrautum og verða að samliggjandi
akreinum áfram í Skúlagötu, með
hindrunarlínu á milli. Hvað á að
ganga langt í að rugla ökumenn í
kollinum. Hvers vegna hafa
biðskyldumerki verið færð á undir-
stöður umferðarljósa í stað þess að
hafa þau á eigin undirstöðu, hægra
megin, miðað við akstursstefnur?
Kringlumýrarbraut o.s.frv. Ef mf-
magnsbilun verður eða umferðarljós
bila, sjá auðvitað allir biðskyldu-
merkin?
Væri ekki heppilegra að láta ógert
að mála gular hindrunarlínur að
stöðvunarlínum þar sem er
stöðvunarskylda við gatnamót?
Götur sem ökumenn verða að hafa
hindrunarlinuna á milli hljólanna
(fara út í vinstri helming götu).
Vegna öktukækja er lagt er að gatna-
mótum, og látið viðgangast, þó að
samkvæmt umferðarlögunum megi
ekki stöðva þar ökutæki, hvað þá
leggja því! Til dæmis við Frakkastíg-
Njálsgötu. Hvers vegna eru
stöðumælar settir upp þar sem
bannað er að stöðva ökutæki? Hvers
vegna eru bifreiðastæði ýmist hægra
eða vinstra megin í einstefnuaksturs-
götum? Svona mætti lengi spyrja. Ég
vek athygli á að það er lífsnauðsyn að
söðla hér um gjörsamlega. Ný um-
ferðarlög nákvæm og ákveðin!
Burt með skúff u-
laga göturnar
Mitt mat er, að það á ekki
endalaust að hlaupa eftir grillum
manna sem löngu hafa sýnt að þeir
geta ekki valdið þeim vanda sem þeir
hafa tekist á við, og villa svo um fyrir
almenningi með „patentlausnum”.
Svo sem bílbeltaævintýrum! Ef menn
vilja leysa vanda umferðarmálanna,
þarf að byrja á gatnaskipulaginu, þar
vantar ákveðinn lagabálk. Burt með
gömlu skúffulagagöturnar og háu
rennusteinana og ljósastaurana í
rennusteinsbrún. Allt þetta eru frá
upphafi grófleg brot á eðlilegum
mannréttindum.Hreyfifatlaðir geta -
ekki ferðast hindrunarlaust um
göturnar.
Þegar él fellur í Reykjavik teppast
götur (fyllast skúffurnar) og þá er
snjónum ýtt upp á gangstéttarnar,
sem ekki er hægt að hreinsa vegna
ljósastauranna sem ættu að vera fast
við byggingarnar, en ekki við
akbrautirnar. Gangstéttir eiga að
vera í sömu hæð og gatan svo hægt sé
að hreinsa hvort tveggja í senn, og
svo að allir menn hafi sama rétt á að
ferðast um. Það þarf að byrja á
byrjuninni og vinna verkið stig af
stigi.
Umferðarlög verða ekki samin
svo vit sé í nema fyrst verði settar
ákveðnar reglur um gatnaskipulag,
t.d. breidd akreina, lágmarkslengd
tengiakbrauta (hraðbreytinga-
akbrauta).
Einstefnubrautargötur, þar eiga
að gilda sömu reglur í vinstri
beygjum og einstefnugötum, (eins og
á umferðarljósum) þó að ljós vanti.
Á meðan ekki eru til reglur og fólk
£ „Ökukennarinn reynir eftir fremsta
megni að fræða nemandann um lögiegan
og góðan akstur og virða boð og bönn. — En
hvað blasir við? Skipulagsleysi á öllum sviðum.
Jafnvel fáránleiki!”
Gulu Ijósin "
og biðskyldan
Nú vita allir að grænt ljós á
götuvita gefur réttinn hverju sinni.
En þegar gult ljós blikkar á gatna-
mótum, hvað þá? Biðskyldumerkin
undir blikkandi ljósi hverfa, athygli
ökumanna beinist að blikkandi ljósi,
á þá ekki einfaldlega að vera varúð til
hægri! Eiga kannski allir vegfarendur
að vita að Miklubraut er rétthærri en
skilið eftir við gatnamótin, við hring-
torgin og villt er fyrir því með
allskonar kúnstum, er ekki nema von
að skapist „hefðir”. í fáfræði reyna
menn að bjarga sér áfram i
„frumskóginum”.
Slysagildrur
Ég vek athygli manna á því bága
sjónarmiði sem annars staðar er for-
dæmt, en hér er I hávegum haft, en
Kjallarinn
Vilhjálmur
Sigurjónsson
slíkan akstur á 80 km hraða, án
óhappa.
Að þrengja götur. Að „hanna”
götur í síbeygjum og bogum, eins og
t.d. í Breiðholti virðist vera smitandi
(fáfræði kallar á þröngsýni). Suður-
hliöarvegur og hluti af Furugrund og
nú síðast „slysagildra” sú sem búin
var til við Fossvogskirkjugarð
Hafnarfjarðarveg eru „viti til
varnaðar”. En „til þess eru vítin að
varast þau”. Er ekki kominn tími til
að rannsaka tíðni slysa og óhappa
t.d. í verstu óþarfabeygjunum i
Breiðholti, og meta það tjón sem þar
hefur orðið, ef hægt er að meta slíkt i
krónum. Það sem hér hefur verið
nefnt er aðeins brotabrot af þeirri
óheilla flækju sem íslenzkir vegfar-
endur búa við.
Það sem koma skal, en hefði átt
að vera komið fyrir löngu, er fræðsla
Umferðin á annatíma i Reykjavik.
það eru þröngar götur
með hliðarhallaog þröngum beygjum
m.ö.o. „slysagildrur”. Ég nefndi
áðan biðskyldumerkin undir
blikkandi umferðarljósum, en eiga
að vera á eiginundirstöðum hægra
megin og helzt upplýst með hvitu
blikkandi ljósi, þegar gul ljós blikka
á gatnamótum ef nauðsynlegt þykir
að önnur gatan sé rétthærri en hin.
Allt of stuttar tengibrautir
(hraðabreytingabrautir), en þær eru
ætlaðar til að ökumenn geti náð sama
hraöa og er i aðalbrautum þeim er
þær liggja að. En umferð
aðalþrautarinnar á að taka tillit til
þeirra sem aka inn á hana. Ef hægt
er að skipta um akrein á aðalbraut á
að gera þaö í tæka tlð, ef það er ekki
hægt, á fyrsti bíll i aðalbraut að
herða ferðina svo að fyrsti bíll úr
hliðarakrein geti hindrunarlaust ekið
inn i aðalbrautina, næsti bill i
aðalbraut kemur svo á eftir, þar
næsti úr hliðarakrein o.s.frv. Þetta
kallast tannhjólaakstur. Viða
erlendis aka menn hindrunarlaust
DB-mynd.
og auðvitað heilsteypt og ákveðin
umferðarlög. Umferðarfræðsla ætti
fyrir löngu að vera lögboðin a.m.k. I
öllum grunnskólum landsins, að auki
ætti hvert 6 ára barn að (vita) fá
fræðslu um hvernig það á að ganga
yfir götu. Margur unglingurinn hefur
látið I ljós undrun, og vonbrigði, yfir
því að hafa aldrei fengið fræðslu í
umferöarlögum i gegnum skólana,
m.ö.o. að hafa ekki i gegnum alla
skólagönguna verið fræddur um
hvernig gangandi vegfarandi á að
haga sér í umferðinni! „Almáttugur”
hjálpi mér, hvað maður er vitlaus.
„Auðvitað var maður svona, eins og
þessi, það er ekki nema von, maöur
hugsaði aldrei út í þessi mál. Maður
fékk enga fræðslu í þessu, nema
kannski í 6 ára bekk, þá kom löggan
og sagði okkur krökkunum eitthvað,
sem maður gleymdi, og stundum
sagði hún okkur sögu”. Er von að vel
fari!
Vilhjálmur Slgurjónsson,
ökukennari.
Endurskoða þarf
unrferðarmálin f