Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981. ..."... —\ 10 Mergjaðar lýsingar Dagens Nyheter í Svíþjóð á íslandi og íslendingum: IBREIBHOLTIBUA ALKAR, SÁLSJÚKIR 0G EINSTÆÐIR — og öll Reykjavík er eins og nútímaleg Klondyke Heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, hingað til Svíþjóðar hefur vakið athygli í sænskum fjölmiðlum sem og í öðrum þeim löndum, sem hún hefur heimsótt. Undanfarnar þrjár helgar hafa t.d. birzt langar greinar um ísland og íslendinga í mörgum helztu blöðum Svía. { Syd-svenska dag- blaðinu var fjallað um réttir á Lslandi, sænskmenntaðan islenzkan lækni sem fluttur er heim til íslands, og loks var í sama blaði langt viðtal við forsetann. í tilefni heimsóknarinnar bir'ti Dagens Nyheter á sunnudag heila opnu tileinkaða Vigdísi og íslandi. Viðtali við Vigdísi nefndist „Valkyrjan i Chanel-draktinni” og var með svipuðum hætti og mörg önnur viðtöl við forsetahn.'í annarri langri grein í sama blaði er fjallað um ísland nútímans og þar segja hinir sænsku blaðamenn ýmislegt sem margir fslendingar eru sjálfsagt ekkert hrifnir af að heyra. Reykjavik er kölluð nútímaleg Klondyke, full af hálfbyggðum húsum. Breiðholt kalla þeir nútímaslömm Reykjavíkur þar sem íslenzkt utangarðsfólk býr, þar á meðal alkóhólistar, sálsjúkir og einstæðir foreldrar. Blaða- mönnunum þykja íslenzk börn af- skipt og ósköp einmanaleg á barna- heimilunum og þykir auk þess merkilegt að sjá ungiinga í hrönnum í kringum sjoppur í frimínútum. í þessari grein eru einnig viðtöl við Ágúst Guðmundsson, og Kristínu Jóhannesdóttur kvikmynda- gerðarmenn, Auði Haralds rithöfund og Þórarin Eldjárn, skáld. Um hann segja blaðamennirnir að hann sé á góðri leið með að verða nútíma- þjóðskáld á fslandi. -AI, Lundi. Mll •vw Esjan er stolt Reykvíkinga rétt eins og Kirkjufeilið er prýði Grund- þetta tignarlega fjall á sig nýjan virðuleikablæ arfjarðar og Hlíöarfjall aðalsmerki Akureyringa. Þegar snjór er hafi veri kallað „fjóshaugur” í borgarstjór kominn í Esjuna vita borgarbúar að veturinn er kominn og þá fær tveimur áratugum eða svo. Sænsku bíómyndirnar hagkvæm kaup segir útvarpsráð: RANGTÚLKUN Á KAUPUM SJÓNVARPS- INS Á 362 SÆNSKUM KVIKMYNDUM Útvarpsráð hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna, að því er ráðið segir, síendurtekinnar rang- túlkunar á kaupum sjónvarpsins á rétti til sýningar sænskra kvikmynda. „Sjónvarpið hefur gert samning um að greiða um kr. 120.000 á ári í fimm ár fyrireftirfarandi: Sjónvarpið getur á næstu tuttugu árum valið til sýningar úr 362 sænsk- um kvikmyndum frá tímabilinu 1907 til 1970. Má endursýna einstaka myndir eins oft og óskað er eftir. Ljóst er að meðal myndanna má finna jafnt viðurkennd listaverk frægustu kvikmyndaleikstjóra Svía sem og skemmtimyndir af ýmsu tagi og fræðslumyndir. Fyrir samtals kr. 600.000 fæst þessi réttur í 20 ár, sem er fimm árum lengri tími en sjónvarpið hefur starfað. Það er svipuð upphæð og kostað getur að framleiða eitt meðaldýrt sjónvarpsleikrit. Þessi samningur verður jafnhagstæður innkaupum á hag- kvæmustu bíómyndum, þótt ekki verðir valdar til sýninga meira en 4— 5 myndir áári,” segir.útvarpsráð. -ELA. Selfoss: Börnin renndu sérágötunum Fyrsti snjórinn féll hér á Selfossi fyrsta vetrardag. Börn voru fljót að taka fram þotur sínar og skíði og aðalskiðastaðirnir voru göturnar. Þar var mestur snjórinn og göturnar ennfremur hálar eftir bílaumferðina. Snjórinn var lítill, aðeins um 2 tommur. Börnin sögðu mér að mörg þeirra hefðu farið með foreldrum sínum að Laugarvatni því þar væri nægur snjór. Hér er logn og snjór eins og hefur oftast verið síðan ég kom hingað í byrjun október. -Kegína, Selfossi/-SSv. mmmmmmmm^m^^mmmmmmmmmmmmmmrn—mmmmmmmmmm Söltun í f ullum gangiáHöfn Sfldarsöltun er nú í fullum gangi hér á Höfn. í gær voru sóttar 8—900 tunnur af síld til Djúpavogs þar sem bátarnir treystu sér ekki til að landa hér á Höfn þar sem ósinn var erfiður vegna sjógangs. Var ætlunin að salta þásíldígærkvöld. I Fiskimjölsverksmiðju Horna- fjarðar hafa nú borizt á land 9.200 tunnur á móti 18.257 í fyrra og til Stemmu hafa nú borizt á land 6.600 tunnur á móti 16.900 i fyrra. Nú hafa 300 tonn verið fryst, en það magn hefur að mestu farið í beitu. -Júlia, Höfn/SSv. Norræni Sumarháskólinn Norræni sumarháskólinn starfar, þrátt fyrir nafnið, af miklum krafti á veturna. Vetrarstarfið er einmitt að hefjast núna. í dag kl. 17.30 verður haldinn fundur i Norræna húsinu til að skrá fólk i starfshópa, en efni sumarháskólans eru alls 12 á þessu námsári. Þau snerta þróunarkenningu, tölvuvæðingu og áhrif hennar á vinnuskilyrði, valmöguleika í tónlist, efnahagsástand í heiminum og breytta stöðu smáríkis. Loks eru það öryggismál i vígvæddum heimi og síðast en ekki sízt kvennamenning og barátta. -IHH. STARFSMANNAFJOLDIFLUGLEIÐA HF. TVEIR ÞRIDJU MIDAÐ VIÐ ÁRID1973 —voru 1721 en verða í árslok 1106 Langmest hefur fækkun starfs- manna Flugleiða hf. orðið á sviði stjórnunar, samkvæmt nýrri samantekt fyrirtækisins um starfsmannafjölda árið 1973 og í árslok 1981. f flugrekstrarsviði er talin flugdeild, viðhalds- og verkfræðideild, svo og allar áhafnir. í markaðssviði er talir. stjórn markaðsmála, svo og stöðva- rekstur innanlandsflugs og starfslið flugstöðvar Keflavíkurflugvallar. Hér verður talinn fjöldi starfs- manna hinna ýmsu starfssviða fvrir- tækisins í árslok 1973 og síðan áætlaður starfsmannafjöldi í árslok þessa árs ásamt hundraðshluta, þá sem hlutfall af starfsliði 1973. Starfssvið Yfirstjórn Fjármálasvið Markaðssvið Flugrekstrarsvið Stjórnunarsvið Hótel Loftleiðir 129 102 Bílaleiga 9 10 Samtals á íslandi 1189 920 Samtals erlendis 532 186 Samtals 1721 1106 Starfsmenn stjórnunarsviðs í árslok 1981 verða 39.6% sem hlutfall af fjölda starfsmanna 1973. Starfsmenn erlendis verða í árslok 35% sem hlutfall af fjölda starfsmanna ílokárs 1973. Starfsmenn á íslandi verða á sama tíma á sama hátt reiknaðir 77.4% sem hlutfall af fjölda 1973. Þegar saman eru talin ofangreind svið starfsmanna hér heima og erlendis verður fjöldi þeirra hjá fyrir- tækinu um næstu áramót 64.3% sem hlutfall af fjölda starfsmanna fyrir- tækisins 1973. í einhverjum tilvikum hefur fækkun starfsmanna orðið vegna þess að hag- kvæmara hefur þótt að kaupa þjónustu sem fyrirtækið annaðist áður sjálft. Að miklu leyti hefur fækkun starfs- manna verið liður í hagræðingu og endurskipulagningu fyrirtækisins, sem orðið hefur að langmestu leyti síðustu tvö árin enda þótt sameining Loftleiða hf. og Flugfélags íslands hf. árið 1973 hafi strax gefið nokkurt svigrúm til fækkunar í mannahaldi. -BS. 1973 1981 4 3 131 80 439 304 429 402 48 19

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.