Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981. 5 Mikðll hugur í Sunnlendingum: Steinullarverksmiðja miðuð við útf lutning f Þorlákshöf n —opnar nýjar leiðir fyrir aukinn iðnað á Suðurlandi „Stór steinullarverksmiðja þarf einungis að selja 350 tonn á Bretlands- markað til þess að hafa sömu rekstrar- afkomu og lítil verksmiðja með 3 þúsund tonna innanlandssölu. Selji stóra verksmiðjan t.d. 3 þús. tonn á Bretlandsmarkað getur það haft. í för með sér 15% lægra steinullarverð hér á landi en lítil verksmiðja verður að selja á,” segir í álitsgerð Jarðefna- iðnaðar hf. Það hlutafélög mynda öll sveitarfélög á Suðurlandi auk á fimmta hundrað einstaklinga. „Við viljum leiðrétta rangar fullyrðingar sem fram hafa komið að steinullarverksmiðja í Þorláksgöfn sé úr söguni. Útlitið fyrir að slík verk- smiðja verði reist hefur aldrei verið betra en nú,” sagði Jón Helgason alþingismaður. Hann er einn af aðalhvatamönnum þess að ca 15 þúsund árstonna steinullarverksmiðja verði reist í Þorlákshöfn. Kynning Sunnlendinga á at- hugunum og áformum vegna steinullarverksmiðju i Þorlákshöfn beinist óneitanlega að samanburði við hugmyndir Sauðkrækinga um stein- ullarverksmiðju á Sauðárkróki. Sem fyrr skiptir í tvö horn. Áformin eru annars vegar um litla verksmiðju á Sauðárkróki til þess að fullnægja þörfinni innanlands, hins vegar um allt að 15 árstonna verk- smiðju í Þorlákshöfn með útfiutning í huga jafnframt því að fullnægja þörfum innanlands. Þriðji möguleikinn hefur verið nefndur, meðal annars af iðnaðar- ráðherra, sem sé sá að reisa ekki steinullarverksmiðju. Ófeigur Hjaltested framkvæmda- stjóri og Svavar Jónatansson verk- fræðingur hafa verið Jarðefnaiðnaði hf. til ráðgjafar. Áætlun um steinullar- verksmiðju hefur verið gerð á grund- velli tilboðs á fullkomnum tækjum frá Elkem í Noregi og Jungers í Svíþjóð. Þá var Lindsey Marketing Service Ltd. í Bretlandi falið að kanna markaðshorfur fyrir steinull í éinkum Þýzkalandi, Bretlandi og Belgíu. „Eru niðurstöður þeirrar könnunar mjög álitlegar,” sagði Michael Linds- ey, markaðsfulltrúi fyrirtækisins. Liggur fyrir skrifleg staðfesting frá brezkum aðila um áhuga á kaupum á framleiðslu steinullarverksmiðju í Þorlákshöfn. Um 15 ára reynsla er fengin af tækjum þeim sem fyrirhugað er að kaupa og þeirri tækni, með endur- bótum, sem byggt verður á. Hráefni í steinull eru: basaltsandur sem tekinn verður við verk- smiðjuvegginn í Þorlákshöfn, skelja- sandur úr Faxaflóa og innflutt bindiefni. Miðað við 15 þús. tonna árs- framleiðslu er basaltið 12 þús. tonn og skeljasandurinn um 3 þúsund tonn. Fullyrt er að alls engin umhverfis- mengun sé samfara f ramleiðsluaðferðinni. 14—15 þúsund tonna afkastageta er talin hagkvæmasta stærðin á byggingu og rekstri steinullarverksmiðju. Áætlaður stofnkostnaður miðað við 1. sept. sl. var 116 milljónir króna. Til hliðsjónar var þess getið að 6 þúsund tonna verksmiðja miðað við árs- framleiðslu kostaði um 97 milljónir króna. Jón Helgason taldi góðar horfur á því að Norræni fjárfestingarbankinn og Norræni iðnþróunarsjóðurinn lánuðu fé til stofnkostnaðar. Ráðgert er að 60—70 menn vinni við verksmiðjuna sem áhugi er á að reisa í Þorlákshöfn. , ,Sé markaður sá sem við ætlum væri auðvelt að koma verk- smiðjunni í full afköst á um það bil 6 árum,” sagði Ófeigur Hjaltested. Þór Hagalín benti á, að samningur væri þegar milli Jarðefnaiðnaðar hf., Ölfushrepps og Iðnþróunarsjóðs Suðurlands um að visst gjald rynni í sjóðinn af framleiðslu verksmiðjunnar. Þær tekjur renndu nýjum stoðum undir aukin og fjölbreyttari iðnaðar- tækifæri og væri það hin sterka félags- lega röksemd fyrir framkvæmdinni í Þorlákshöfn. -BS. Þing Landssamtakanna Þroskahjálpar 9.-11. okt.: ■ ■ r GREININGARSTOÐ RIKISINS VERDISTOFNUÐ SEM FYRST „STÖÐUGT MINNA FÉ TIL FLUGVALLA LIT HÖFÐABAKKA 9 - SÍMI 85411 — þroskaheft börn fái kennslu íheimkynnum sínum — Gerð verði könnun á þörf fyrir sérkennslu um land allt Landssamtökin Þroskahjálp héldu landsþing sitt á Hótel Loftleiðum dagna 9.-11. október siðastliðinn. Var þingið hið fjölmennasta og fram kom að starfið verður sífellt öflugra hjá hinum ýmsu aðildar- félögum út um landið. Ýmsar ályktanir voru gerðar en aðalumræðuefnið var menntunarmál þroskaheftra. Hvöttu samtökin til þess að Greiningarstöð ríkisins yrði komið á fót hið fyrsta og hún tengd meðferðar- stofnunum og þjónustuaðilum víðs vegar um landið. í öðru lagi óska samtökin að tryggt verði að þroskaheft börn undir skóla- Á landsþinginu var lögð áherzla á menntunarmál þroskaheftra. For- maður samtakanna var endurkjörinn Eggert Jóhannesson, Selfossi. Oldrunarráði hleypt af stokkunum „Við erum félagasamtök sem vinna að bættri lífsaðstöðu aldraðra og verður okkar meginstarf að sameina alla þá krafta sem vinna að þessum málaflokki þannig að aflið nýtist sem bezt,” sagði sr. Sigurður H. Guðmundsson sem var kosinn formaður öldrunarráðs fslands á stofnfundi þess í fyrrakvöld. „30 félög standa að baki Öldrunar- ráðsins, og má þá t.d. nefna Alþýðusambandið, Stéttarsamband bænda, Sjómannadagsráð, Rauða krossinn, Þjóðkirkjuna og ýmis sveitarfélög. v Til að fyrja með munum við halda fræðslunámskeið fyrir sjálfboðaliða' um heimilisþjónustu fyrir aldraða og námskdð fyrir stjómendur öklrunar- þjónustu. Einnig höfum við í huga að setja upp heimildarbanka um það helzta sem hefur verið skrifað um þessi mál, niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar, teikningar að sérhönnuðu húsnæði fyrir aldraða og ýmislegt fleira. Þar að auki þarf að búa fólk undir starfslok og þar koma auðvitað atvinnumál aldraðra inn 1. Einnig munum við væntanlega gera könnun á húsnæðisþörf aldraðra í þéttbýli ogdreifbýli. Rauði krossinn leggur okkur til skrifstofuaðstöðu fyrsta árið. Næsta ár verður haldinn fundur Sameinuðu þjóðanna um öldrunarmál og verður þáafmörguaðtaka.” -LKM. aldri fái viðhlítandi kennslu og þjálfun í eða sem næst heimkynnum sínum og eins fljótt og hægt er. í þriðja lagi óska samtökin eftir því að gerð verði könnun á þörf fyrir sér- kennslu víðs vegar um landið. Með hliðsjón af niðurstöðum þess- arar könnunar verði siðan gerð skipulagsáætlun, sem geri sem flestum þroskaheftum kleift að njóta fræðslu í sinni heimabyggð. Þingið lýsti yfir stuðningi við frumvarp til nýrra laga um framhalds- skóla enda eru þar ákvæði um sér- kennslu þroskaheftra og fatlaðra. Þá var stjórn samtakanna falið að ræða við ýmis fræðsluyfirvöld um það hvernig bæta megi úr núverandi skorti á sérmenntuðu fólki á þessum vett- vangi. Loks var ákveðið að hefja undir- búning að byggingu orlofsheimilis þroskaheftra hið fyrsta. Formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar var endurkjörinn Eggert Jóhannesson, Selfossi. -ihh. - flugstöðvarskorturinn í Reykjavík er hrein vanvirða” — sagði flugmálastjóri, Agnar Kofoed-Hansen Rekstrarfé til flugvalla er svo naumt að framkvæmdafé verður að nota til viðhalds og lágmarks- reksturs: Það sem eftir er fer í öryggisbúnað- — og þjónustu — sem þó er fráleitt nálægt því fullnægjandi,” sagði flugmálastjóri, Agnar Kofoed-Hansen, á fundi með blaðamönnum i gær. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 31 þúsund krónum til flugvalla. Árið 1955 var nærri tifaldri þessari upphæð varið til þessa þáttar íslenzkra samgangna. „Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu erfitt það er að skipta ráðstöfunarfé ríkissjóðs hverju sinni,” sagði flugmálastjóri, „en ef til vill felst skýringin á því í hversu vaxandi óefni stefnir í fjárveitingum til flugvalla í þessum ummælum þriggja fjármálaráðherra í mín eyru: „Flugmálin hafa ekkert þingfylgi.” „Flugstöðvarskorturinn í Reykja- vík er vanvirða, ekki sízt miðaö við not íslendinga af flugsamgöngum,” sagði flugmálastjóri. Hann kvað þennan eilífa Óla skans um Reykja- vikurflugvöll hafa hindrað það mjög að reist yrði flugstöð í Reykjavík. „Það er að mínu mati ekki grund- völlur fyrir rekstri innanlandsflugs án* Reykjavíkurflugvallar. Hann hlýtur að verða hér lengi áfram,” sagði Einar Helgason, framkvæmdastjóri innanlandsflugs Flugleiða hf. Flug- málastjóri tók eindregið undir þessi orð Einars og kvað alla skilja þetta nema skipulagsmenn. Þetta eru aðeins fá margra atriða sem vikið var að á fundi með flug- málastjóra og fulltrúum allra þeirra fyrirtækja á íslandi sem reka áætlunarflug innanlands. -BS. ÆLKERAKRUSiRNAR VIIMSÆLU Upplagðar tækrfærisgjafir Miðvikudagiiin 21. október var stofnfundur Öidrunarráðs tslands haldinn i fundarsal Rauða kross íslands i Reykjavík. Á fundinn komu milli 40 og S0 fulltrúar rúmlega 30 félaga og stofnana sem vinna að málefnum aldraðra. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.