Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981.
3
Umósanngjmi:
Eru blaðamenn einungis á
höttunum eftir hneykslum?
Bréf frá klúbbnum Heimalningar:
í Vísi 13. okt. sl. birtist grein sem
nefnist „Hallærisplanið þrautar-
lending unglinganna”. Og voru þar
birtar myndir frá H-planinu af
krökkum sem voru t.d. undir
áhrifumáfengis.
Okkur finnst það ódrengilegt af
ritstjórn Vísis að birta þessar myndir
og þar með að ráðast á garðinn þar
sem hann er lægstur. I greininni
stendur: „Nokkrir fengu sér drjúga
slurka af hjartastyrkjandi úr
pelunum, en aðrir létu vel að
einstaklingum af hinu kyninu.” Þetta
finnst okkur ruddalega til orða tekið.
Ef Vísismenn eru í efnisleit, þá
gætu þeir alveg eins farið á
skemmtistaði borgarinnar, t.d. Þórs-
kaffi, Glæsibæ og Hótel Sögu og
tekið myndir og birt greinar af fyrir-
myndum okkar, fullorðna fólkinu.
Þar fengju lesendur Vísis að sjá að
unglingarnir eru ekki þeir einu í
heiminum sem skemmta sér.
Hallærisplanið er í miðbænum og
því ber mest á því og það er líka
miðsvæðis. Það „fíla” ekki allir
vínlausa skemmtun og fara þvi ekki í
félagsmiðstöðvarnar. Þá er ekki um
annað að ræða en að fara niður á H-
plan.
Mikill minnihluti krakkanna fer á
rúntinn til að faraá fyllirí, það er
staðreynd. Það er mesd mis-
skilningur, sumir foreldrar banna
krökkum sínum að fara á H-planið
vegna þess að þeir halda að þar séu
bara slagsmál og læti en flestir koma
til þess að sýna sig og sjá aðra.
Orðrétt stendur í Vísi:
„Sígarettan má ekki sjást?”
BlaðamennVísis eru að því er virðist,
Heimalningar skrifa að ílestir sæki Haliærisplanið einungis til þess að sýna sig og sjá aðra.
DB-mynd: Ragnar Th.
mjög hneykslaðir á þessu. Það mun
koma í ljós seinna hvort fólk fer á
annað borð að reykja að staðaldri.
Maður lærir af reynslunni og sumir
eru bara að prófa og síðan ekki meir.
í lok greinarinnar stendur orðrétt:
„Niðurstaðan af þessu bæjartölti er
náttúrlega engin. Það er sízt til fyrir-
myndar að krakkar séu að ráfa um
bæinn um miðja nótt,
dauðadrukknir, brjótandi rúður og
lemjandi lögregluþjóna.” Af þessu
virðist að blaðamenn Vísis séu leiðir
orðnir, en af hverju eru þeir þá að
fara þarna og mynda ólíklegustu
hluti. Kannski dl að hneyskla aðra.
Hver veit?
Það er talað um það í greininni að
það verði að bæta þetta og gera eitt-
hvað fyrir unglingana. Það góða er
aldrei nefnt. Þar er alltaf eitthvað að
gerast, við höldum skemmtanir og
oft tekst vel til. En það er bara viss
hópur sem þær sækir. Aðrir fara
niður á H-plan og hitta aðra.
Það er skrýtið, en blaðamenn
yfirleitt fiska bara eftir því
hneykslanlega en nefna ekki and-
stæða hluti. T.d. er blaðamönnum
oft boðið að mynda í félags-
miðstöðvunum, en þeir koma ekki,
það þarf að ítreka það mörgum
sinnum áður en þeir koma. Það er
gott dæmi um það hvað þeir vilja
geraoghvaðekki.
Eru ónaf ngreindar auglýsingar ólýðræðislegar?
—ættu blöðin að neita að taka við þeim?
Guðmundur E. Guðmundsson (3066-
4868) hringdi:
Nú tíðkast að auglýsa í blöðum
eftir þessum starfskraftinum eða
hinum og er viðkomandi beðinn um
að senda alls konar upplýsingar um
eigin hagi, ásamt meðmælum, til
einhvers ónafngreinds fyrirtækis, eða
aðila, og á venjulega að merkja
umsóknina einhverju númeri.
Þegar auglýst er undir nafnleynd,
er þeim, sem sækir, fyrirmunað að
vita hvar þessar persónulegu
upplýsingar eru niður komnar. Að
þvi ógleymdu hversu ógeðfellt það
er að senda þess háttar raunverulega
út í bláinn; jafnvel stundum til aðila
sem maður myndi ekkert vilja hafa
með að gera, ef maður vissi deili á
honum eða þeim.
Það er min reynsla að flestir þess-
ara ónafngreindu auglýsenda endur-
sendi ekki umsóknargögnin, þar sem
maður skýrir frá sínum persónulegu
högum. Og mjög bagalegt er að fá
þessiplögg ekki endursend.
Mér finnst vera fyrir neðan allar
hellur að slíkt skuli vera látið
viðgangast og mér finnst það jafn-
framt vera skylda blaðanna að vita
full deili á slíkum auglýsendum
sinum, þó svo að þau gefi slíkt ekki
upp.
Þau ættu einnig að sjá til þess að
þessir aðilar endursendi gögn
umsækjenda, þannig að þeir skuld-
bindi sig til þess að neita að taka við
þessum auglýsingum að öðrum kosti.
Undanfarið hef ég t.d. skilað
fjórum umsóknum til ónafngreindra
aðila, en aðeins einn hefur talað við
mig og skilað mér innsendum
plöggum. Ekki hef ég hugmynd um
hvar hin eru niðurkomin.
Mér finnst ónafngreindar
auglýsingar vera beinlínis ólýðræðis-
legar og vansæmd að því að biría
þær.
Raddir
lesenda
VIÐ TEUUM
að notaðir
VOLVO
bflar
séu betri
en nýir bflar
af ódýrari
gerðum
VOLVO
BEINSK.,
VOLVO
BEINSK.,
VOLVO
BEINSK.,
VOLVO
SJÁLFSK
VOLVO
BEINSK.,
VOLVO
SJÁLFSK
VOLVO
244DLÁRG. '80
EKINN 25 þús.
244 GL ÁRG. '79
EKINN 38 ÞÚS.
245 DLÁRG. '78
EKINN 69 ÞÚS.
244 DL ÁRG. '78
„EKINN61 ÞÚS.
244 DL ÁRG. '78
EKINN 54 ÞÚS.
244DLÁRG. '77
., EKINN 62 ÞÚS.
244DLÁRG.'77
BEINSK., EKINN 63 ÞÚS.
VOLVO 343 DL ÁRG. '77
SJÁLFSK., EKINN 25 ÞÚS.
KR. 126.000.-
KR. 120.000,-
KR. 115.000.
KR. 110.000,-
KR. 100.000,-
KR. 90.000,-
KR. 88.000,-
KR. 68.000,-
</>
35200
VELTIR
SUÐURLANDSBRAUT16
Hvað finnst þér
mikilvægast
í Irfinu?
X ðMM
Vilmundur S. Vilmundarson, nemi:
Svo margt. Aðallega lífið sjálft.
Baldur Þór Baldursson, útkeyrslu-
maður: Börnin min, heilsan og allt
lífið. Það er einnig mikilvægt að eiga
nóg af peningum, en er ekki allt mikil-
vægt?
Einar Á. Kristinsson, verzlunarstjóri i
húsgagnaverzlun: Fjölskylda mín og
gott rúm til að sofa í.
Otto Sverrisson, útkeyrslumaður: Mér
finnst í rauninni ekkert mikilvægast og
tek ekkert fram yfir annað.
Guðrún Bjarnadóttir, kaupmaður: Að
vera ungur í anda og léttur í lund.
Einnig er mikilvægt að vera bjartsýnn.
Ástin er þá alltaf númer eitt.
Klara Björg Ólsen, afgreiðslustúlka:
Góðheilsaog ástin.