Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I ÓLAFUR EINAR FRIÐRIKSSON Er íranska klerkaveldið fyrírmynd strangtrúaðra múhameðstrúarmanna í Egyptalandi? Egypzka strangtrúarhreyfmg- in veröur sífellt herskárri Mubarak leggur til atlögu gegn þjóðemissinnuðum stúdentum Hosni Mubarak varaforseti, Sadat og Abu Ghazala varnarmálaráðhcrra i heiðursstúkunni skömmu áður en árásin var gerð. hinum 12 yfirfuilu og vanbúnu háskólum Egyptalands. Stjórnin hefur líka gripið til sérstakra að- gerða gegn stúdentum. Háskólarnir í Alexandríu, Asyut og Monsra hafa ekki tekið til starfa enn, vegna þess að stjórnin óttast andstöðu stúdent- anna þar. Stúdentarnir í Asyut þykja orðnir herskáastir og kröfuharðastir allra. j kennslustundum gerðu stúdent- arnir sífellda hríð að fyrirlesurum. Þeir vildu koma á ritskoðun og okkur var sagt að kenna ekki þróunarkenn- ingu Darwins og vitna ekki í vestræna rithöfunda, sagði einn kennari við Háskólann í Kairó. Prófessor við Háskólann í Asyut hefur lýst þvi hvernig stúdentar brugðust við sýningu á egypzkri kvikmynd þar sem sýnd var víndrykkja og magadans. Hópurinn safnaðist saman fyrir framan kvikmyndahúsið, bað bænir um heilagt stríð og réðst síðan inn og barði áhorfendur með reyrstöfum. Hann sagði einnig að jafnvel William Shakespeare hafi orðið skotspónn strangtrúaðra stúdenta sem lýsi leik- ritum hans sem „kristilegum kross- farabókmenntum”. Við urðum að fara í felur og æfa utan háskóla- svæðisins þegar við ætluðum að setja upp Kaupmanninn frá Feneyjum, Árásin á heiðursstúkuna. úr sjálfvirkum rifflum. Hermenningir köstuðu handsprengjum og skutu Islamskur strangtrúarmaður yfirheyrður af öryggislögreglunni, iklæddur hefð- bundnum cgypzkum kufli sem var nánast einkennisbúningur stúdentanna, en þeim er nú bannað að klæðast. læknisaðstoð. Þar eru settar strangar reglur um þátttöku í bænahaldi og þar hlusta meðlimirnir þúsundum saman á reiðilestur um tengsl Sadats við vestræn ríki, um friðarsamninga hans við ísraelsmenn og um þá efna- hagsstefnu hans að hleypa erlendu fjármagni inn í landið. Hvorki Shake- speare né Darwin Vopnaður vörður við markaðstorgið í Asyut, þar sem strangtrúaðir skutu 53 lög- regluþjóna til bana. Handtökur þær og fangelsanir, sem Sadat Egyptalandsforseti stóð fyrir nokkrum vikum fyrir dauða sinn á strangtrúuðum múhameðs- trúarmönnum og vinstrisinnum, virðast hafa virkað sem olía á eld á þann ásetning strangtrúarmanna að ráða honum bana. Hosni Mubarak eftirmaður Sadats hefur sagt að hann hafi brugðizt of seint við og sjálfur n.efur Mubarak ekki viljað lenda í sömu gryfju, því hann hefur lýst því yfir að allir þeir, sem uppvísir verða að því að efna til uppþota, verði skotnir á staðnum. Stjórn hans hefur einnig gripið til harðra ráðstafana gegn strangtrúuðum, en talið er að virkasti hluti þeirra sé meðal háskóla- stúdenta. Þeir sem stóðu að árásinni á lögreglustöðvarnar í Asyut í suður- hluta Egyptalands daginn eftir morðið á Sadat voru meðlimir í hreyfingu islamskra strangtrúar- manna. sem náð hefur miklu fylgi innan egypzkra háskóla. Hreyfingin er almennt kölluð Gaamat Islameya eða Islamskt samfélag, en hefur margar undirdeildir sem eru mismun- andi herskáar og greinir á um leiðir til að koma á þjóðskipulagi í Egypta- landi í anda Kóransins. Upphafið að ofsóknum Sadats gegn hreyfingunni voru skotbardagar sem áttu sér stað milli múhameðstrúarmanna og krist- inna í einu fátækrahverfi Kairó- borgar. Fjórtán manns voru skotnir til bana og Sadat taldi það réttlæta aðgerðirgegn hreyfingunni. Um 1600 manns voru handteknir að meðtöld- um kristnum og vinstrisinnum, en handtökunum var fyrst og fremst beint gegn strangtrúuðum múhameðstrúarmönnum. Sam- kvæmt opinberum heimildum var bróðir þess manns sem stjórnaði síðar árásinni á Sadat meðat þeirra handteknu. Sadat studdi strangtrúaða Sterk hreyfing strangtrúaðra múhameðstrúarmanna hefur verið í Egyptalandi frá árinu 1928 er svo- nefnt Islamskt bræðralag var stofnað. Það var þjóðernissinnuð hreyfing sem vildi koma á islamskri stjórn og samfélagsskipan í Egypta- landi, sem þá var undir stjórn Breta. En eftir ósigur Egypta í stríðinu við ísraelsmenn árið l%7 kom fram ný kynslóð ungra strangtrúarmanna, sem var róttækari og herskárri en sú eldri. Strangrúrarhreyfingin blómstraði í samfélagi þar sem meiri- hluti manna hefur ríka trúarvitund. Sadat var einnig fylgjandi hreyfing- unni i upphafi sjöunda áratugarins og örvaði hana til aðgerða til að skapa mótvægi við vinstrisinnaða andstæðinga sína. Herskáasti hluti strangtrúar- hreyfingarinnar gengyr undir nafninu Al-takfir Wal-hegira og hefur á stefnuskrá sinni að koma á islömsku samfélagi með vopnavaldi. Islamska bræðralagið hefur reynt að færa stjórnkerfi landsins nær anda Kóransins, en Wal-hegira, sem stofnað var seint á sjötta áratugnum, telur hins vegar að egypzkt samfélag sé allt andtrúarlegt og sjúkt af spill- ingu. Strangtrúarhreyfmgin innan háskólanna hefur ekki farið dult með andstöðu sína gegn Sadat fyrrum for- seta en hins vegar ekki verið með- mælt beitingu ofbeldis fram til þessa. Það kom því á óvart að stúdentar sem meðlimir voru í Islámska sam- félaginu skyldu standa að skotárás- unum á lögreglustöðvar í Asyut þar sem 53 lögreglumenn voru drepnir og sýnir að aukin harka er að færast í deilur strangtrúaðra og ríkisstjórnar- innar. Stúdentar herskáastir Það þykir ljóst að héðan i frá muni aðalandstaðan við egypzku stjórnina koma frá strangtrúuðum stúdentum í Ljauoi wai jaruseuur viu nuiuua merkið um hernaðarsigur Egypta yfir ísraelsmönnum árið 1973: Almenningur fékk ekki að koma nálægt athöfninni. starfa hefur stúdentum verið bannað að hafa skegg og ganga i hinum hefð- bundnu egypzku kuflum. Kvenstúd- entum hefur verið bannað að vera með blæjur fyrir andlitinu eða að ganga í hefðbundnum egypzkum kvenbúningi, en það var eitt megin- einkenni strangtrúaðra að hafna gallabuxum og öðrum vestrænum klæðnaði og taka upp þjóðlegan klæðaburð. í háskólunum hefur nú verið stofnuð sérstök öryggis- lögregla. Mubarak forseti ætlar greinilega ekki að leyfa strangtrúarhreyfing- unni að þróast upp í sama styrk og hún náði i íran. Hann hefur jregar gagnrýnt efnahagsstefnu Sadats fyrirrennara síns og sagt að hún hafi einkum leitt til aukinnar neyzlu þeirra sem betur mega sín í landinu en hafi ekki skapað atvinnu. Hann hefur einnig reynt að koma á sam- vinnu við stjórnarandstöðuna og einangra þannig hina ólíku hópa strangtrúaðra. Ibrahim Shukri leið- togi Sósíalistafiokksins hefur sagt að viðræður hans við Mubarak væru upphaf að nýju tímabili gagnkvæms trausts milli stjórnar og stjórnarand- stöðu. Forsetinn hefur látið í það skína, að hann myndi láta lausa einhverja þeirra pólitísku andstæð- inga sinna sem Sadat lét handtaka í september. En þeim sem hvatt hafa til ofbeldis verður engin miskunn sýnd, segir forsetinn. Milli meðlima islamska samfélagsins þar og háskólayfirvalda hafa rikt stöðugar deilur undanfarin ár, um hvort halda eigi aðskildar kennslu- stundir fyrir kvenfólk og karla og um hvort gera eigi hlé á kennslustundum á bænatímum. Islamska samfélagið er þar vel skipulögð stofnun, sem sér meðlimum sínum fyrir kennslu- bókum, fötum, húsnæði og ókeypis eins og við værum að gera eitthvað óhæfuverk, sagði prófessorinn. Skegg og kuflar bannað Egypzka stjórnin hefur byrjað aðgerðir sínar gegn strangtrúar- hreyfingu stúdenta með því að svipta þá hinum ytri einkennum sínum, í þeim háskólum sem tekið hafa til

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.