Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981.
sogum
Pórarinn
Eldjám
iÐUNN
Ofsögum sagt
eftir Þórarin Eldjárn
Út er komin bókin Ofsögum sagt, tiu
smásögur eftir Þórarin Eldjárn. Þetta
er fyrsta bók Þórarins í óbundnu máli,
en áður eru komnar frá hans hendi
þrjár bækur með kveðskap, Kvæði,
Disneyrímur og Erindi. Þá hefur Þór-
arinn kveðið söngtexta og er annar
tveggja höfunda revíunnar Skornir
skammtar sem nú er sýnd á vegum
Leikfélags Reykjavíkur. Af bókum
Þórarins hafa tvær komið út oftar en
einu sinni, Kvæði fjórum sinnum og
Disneyrímur tvisvar.
Sögurnar tíu í Ofsögum sagt eru
þessar: Bestfrend; Úr endurminningum
róttekjumanns I, Ég var eyland; Hlátur
óskast; Síðasta rannsóknaræfingin;
Forvarsla; Lagerinn og allt; Lífheimur
borðtuskunnar; Tilbury; Töskumálin;
Mál er að mæla.
Ofsögum sagt er 125 blaðsíður. Oddi
prentaði, Auglýsingastofa Kristínar
hannaði kápu, umsjón með bókbandi
hafði Hilmar Einarsson.
Þar verpir
hvítur örn
eftir Guðmund Hagalín
Út er komin ný skáldsaga eftir
Guðmund Gíslason Hagalín. Nefnir
hann þessa nýju bók sína Þar verpir
hvítur örn og hittist svo á að hún kemur
út rétt um þær mundir sem 60 ár eru
liðin frá því að fyrsta bók þessa aldna
ritjöfurs kom fyrir almennings sjónir
Blindsker 1921. Eru þær orðnar
nokkuð margar persónurnar sem
Hagalín hefur skapað á þessum 6 ára-
tugum og mörgum íslendingnum er
hann búinn að skemmta á þessum tíma
með sinni snjöllu og sérkennilegu frá-
sagnarlist.
Um þessa nýju skáldsögu Hagalíns
segir svo í bókarkynningu:
„Fjörleg frásögn, snilldarleg samtöl
og umfram allt kímni eru einkenni
þessarar bókar. Hagalín bætir enn við
þann fjölskrúðuga persónugrúa sem
hann er búinn að lýsa á 60 ára ritferli.
Hér er það Hreggviður sóknarnefndar-
formaður, kona hans Arnkatla og
skozki presturinn sem rísa upp af
blaðsiðunum í fullu fjöri, og auk þess
margar aukapersónur. Sagan gerist á
stríðsárunum, fólkið er farið að hugsa
nokkuð nútímalega.
Söguþráður: Biskup skrifar sóknar-
nefndarformanni og býður söfnuðin-
um skozkan prest sem, auk þess að vera
nýútskrifaður úr Háskóla íslands, er
mjkill meistari í golfi. Vangaveltur og
umræður hefjast og eftir harla
skemmtilegan og fjölmennan safnaðar-
fund er samþykkt að taka við prestin-
um, kannskiekki fyrst og fremstaf því,
að fólk vænti af honum skörulegs emb-
ættisreksturs, heldur er minnzt á
skozkt sauðfé og skozka fjárhunda í
þessu sambandi — presti ætti að vera
innan handar að útvega slíkt. Prestur-
inn birtist svo í fyrstu snjóum haustsins
og messar fyrir fullri kirkju. Eftir þá
messu þarf víst enginn að kvíða því að
embættisreksturinn verði nein logn-
molla — en hitt er ekki líklegt að prest-
ur hafi áhuga á því að útvega bændum
sauðfé og hunda. Hagalín er sannar-
lega ekki að prédika neitt í þessari
sögu, en hann er að sýna. Hann sýnir
hér mynd af heilu byggðarlagi, og það
erengin þokumynd.”
Þar verpir hvítur örn er 158 bls. að
stærð. Bókin er unnin í Prentstofu G.
Benediktssonar og Félagsbókbandinu.
Útgefandi er Almenna bókafélagið.
Steinunn
Jóhannesdóttir
Dans á rósum
leikrit Steinunnar Jóhannes-
dóttur
IÐUNN hefur gefið út leikritið Dans
á rósum eftir Steinunni Jóhannesdóttur
sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar
mundir. Þetta er fyrsta leikrit Stein-
unnar sem er löngu kunn leikkona. —
Dans á rósum er samtímaleikrit og fer
fram á Akureyri. Þangað kemur Ásta
Harðardóttir, kona um þrítugt, sál-
fræðingur að starfi, til foreldrahúsa að
halda upp á tíu ára stúdentsafmæli sitt.
Gerist leikritið eina viku í miðjum júní
og fjallar um samband Ástu við fjöl-
Göngum
ávallt vinstra
megin
á móti akandi
umferð..
llX
FEROAR
skyldu sína, foreldra og dóttur sem
alizt hefur upp hjá afa sínum og
ömmu. Fleira fólk kemur við sögu,
Valur Sigurgeirsson, ungur læknir,
Arnaldur sem verið hefur vistmaður á
Kleppi í tíð Ástu þar, og Sigga Dóra,
gömul vinkona Ástu.
Dans á rósum er í ellefu atriðum.
Leikritið er 101 blaðsíða. Prentrún
prentaði.
Heimur íslend-
ingasagna
eftir Steblin-Kamenskij
Út er komin í íslenzkri þýðingu á
vegum IÐUNNAR bókin Heimur ís-
lendingasagna (Mir Sagi) eftir rúss-
neska fræðimanninn M.I. Steblin-
Kamenskij. Helgi Haraldsson lektor í
Osló þýddi úr frummáli.
Bók þessi kom út árið 1971. Vakti
hún mikla athygli og hefur verið þýdd á
nokkur tungumál, enda er hér fjallað
um íslendingasögur á nýstárlegan hátt,
ólíkan því sem venjulega hefur átt sér
stað meðal fræðimanna. Höfundur
bókarinnar tekur til athugunar þann
hugmyndaheim sem sögurnar eru
sprottnar úr, í því skyni að glöggva sig
á skilningi þeirra manna sem skráðu
þær á ýmsum grundvallarhugtökum.
Kaflaheiti bókarinnar gefa þetta til
kynna, en þau eru meðal annars: Hvað
er sannleikur? Hvar eru takmörk per-
sónuleikans? Hvað er form og hvað er
inntak? Flvað er gott og hvað er illt?
Getur tíminn verið traustur og hvað er
dauði? Er ómaksins vert að ganga
aftur? — Aftast eru athugasemdir og
skrá um heimildir.
M.I. Steblin-Kamenskij var fæddur
árið 1903: Hann lagði stund á ger-
mönsk og norræn fræði og var um ára-
tugi prófessor í þeim fræðum við
Leníngradháskóla og forstöðumaður
norrænudeildar hans. Seinni áratugi
ritaði hann margt um íslenzkar forn-
bókmenntir, en kunnast þeirra ritsmíða
er þessi bók sem nú kemur á íslenzku.
Steblin-Kamenskij var kjörinn heiðurs-
doktor við heimspekideild Háskóla ís-
lands árið 1971. Hann andaðist í
septembermánuði í haust.
Höfundur samdi sérstakan formála
að islenzkri útgáfu Heims íslendinga-
sagna. Lokaorð hans eru þessi: „Höf-
undi þessara hugleiðinga um bók-
menntir er það upphefð og ánægja að
fá þær birtar á tungu þeirrar þjóðar,
sem á því láni að fagna að vera hvorki
fjölmenn né voldug, en hefur réttilega
verið nefnd mesta bókmenntaþjóð ver-
aldar.”
Heimur íslendingasagna er 141 blað-
síða að stærð. Prentrún prentaði.
Andspyrnan
— eftir Russel Miller
Andspyrnan, 10. bókin í ritröðinni
Heimsstyrjöldin 1939—1945, er komin
út hjá Bókaklúbbi Almenna bókafé-
lagsins. Höfundur hennar er brezki rit-
höfundurinn Russel Miller, áður liðs-
foringi í brezka hernum, en þýðandi er
Björn Bjarnason.
í síðari heimsstyrjöld féll verulegur
hluti meginlands Evrópu í hendur
Þjóðverjum. í flestum hernumdu lönd-
unum magnaðist fljótt andspyrna gegn
hernámsliðinu, í fyrstu bundin við ein-
angraða smáhópa, en síðan komst víða
virkt skipulag á andspyrnuhreyfing-
una, stundum í tengslum við herstjórn
bandamanna, sem sendi andspyrnu-
mönnum vopn og vistir.
Bókin segir sögu þessara andspyrnu-
hreyfinga í Vestur-Evrópu, þ.e. i
Frakklandi, Niðurlöndum, Noregi og
Danmörku. Greint er frá leyniblöðum
og leynilegum söfnunum upplýsinga
um gang stríðsins, frá lífshættulegum
ferðum og skemmdarverkum and-
spymumanna, baráttu þeirra við þýzk-
sinnaða heimamenn o.s.frv.
Bókin er 208 bls. með fjölda mynda
af fólki og atburðum, sem frá er greint
í bókinni.
ilborg DftgojortaJaUi
GyíTi Gí.'iitxsor.
Tvœr sögur um
tunglið
eftir Vilborgu Dagbjartsdótt-
ur. Teikningar eftir Gylfa
Gíslason
IÐUNN hefur gefið út Tvær sögur
um tunglið eftir Vilborgu Dagbjarts-
dóttur með teikningum eftir Gylfa
Gislason. Þetta eru sögur fyrir lítil börn
sem eru að byrja að lesa. Fyrri sagan
heitir Alli Nalli og tunglið og hin síðari
Góða gamla tunglið mitt og fjallar sú
saga um Rósu Stínu. — Báðir höfundar
eru löngu kunnir fyrir sögur og myndir
handa börnum og Vilborg Dagbjarts-
dóttir hefur áður samið sögur um Alla
Nalla. Gylfi Gíslason hefur mynd-
skreytt barnabækur og gert sviðs-
myndir við barnaleikritið Óvita sem
Iðunn hefur gefið út tvívegis. — Tvær
sögur um tunglið er liðlega fimmtíu
blaðsiðna bók. Prenttækni prentaði.
Gisli Þór Gtinnarsson
Kærleiksblómið
eftir Gísla Þór Gunnarsson
Út er komin skáldsaga eftir kornung-
an höfund, Gísla Þór Gunnarsson.
Nefnist hún Kærleiksblómið og er hans
fyrsta bók.
Sagan fjallar um jafnaldra höfund-
arins, unglinga, fyrst hér á íslandi og
síðan vestur í Bandaríkjunum. Bókin er
kynnt þannig af forlaginu:
„íslenzkur drengur dvelst nokkra af-
drifaríka mánuði sem skiptinemi vestur
í Bandaríkjunum. Hann kynnist mörg-
um unglingum, sem hverjir hafa sin
sérkenni og sín vandamál. Einn þeirra
er María.Hún vill allra vandræði leysa
og á þó sjálf við margt að stríða.
íslendingurinn verður ástfanginn af
Maríu þótt sé skakktennt og beri
skírlífisbelti tuttugustu aldarinnar —
tannbeizli og tannréttingaspengur. En
hann er ófær um að tjá henni ást sína.
Lýsingin á jsessum unglingum er
mjög skýr og því verður lesandanum
annt um þá — frásögnin verður spenn-
andi. Sumir kikna undan vandamálum
sínum, aðrir leysa þau — sigrast á
sjálfum sér.”
Kærleiksblómið er pappírskilja 189
bls. að stærð og unnin í Prentsmiðj-
unni Odda. Útgefandi er Almenna
bókafélagið.
LJÓÐ
H.-VNDA HINUM ÖG/ÞESSÚM
SVEINBJÖRN i. HALDVIXSSON
Ljóð handa
hinum og
þessum
eftir Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Út er komin ný ljóðabók eftir Svein-
björn I. Baldvinsson, sem hann nefnir
Ljóð handa hinum og þessum. Áður
hefur Sveinbjörn sent frá sér ljóðabók-
ina í skugga mannsins og ljóðverkið
Stjörnur í skónum, þar sem hann
samdi bæði textana og lögin.
Um þessa nýju Ijóðabók segir svo í
bókarkynningu:
'■„Sveinbjörn er sérstætt skáld, yrkis-
efni hans fjölbreytt, ljóðin hnitmiðuð
og allt tekið föstum tökum. Þessi ljóð
eru ort bæði hérlendis og erlendis,
fjalla um það sem fyrir augun ber, en
eru síður en svo nein naflaskoðun.
Yfirbragð þeirra er fjörlegt og um þau
hríslast glitrandi kimni.” ,
Ljóðin í bókinni eru alls 36 og skipt-
ast i 5 kafla sem heita Ljóð handa líf-
inu, Ljóð handa skammdeginu, Ljóð
handa ferðamönnum, Ljóð handa
konum og Ljóð handa öðrum.
Bókin er pappírskilja, 64 bls. að
stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda.
Útgefandi er Almenna bókafélagið.
Auglýsinga-
teiknun í 25 ár
Út er komið á vegum FÍT, Félags is-
lenzkra auglýsingateiknara, veglegt rit í
tilefni af 25 ára afmæli félagsins.
Er ritinu ætlað að minnast upphafs-
manna stéttarinnar hér á landi og gefa
innsýn í stöðu hennar á 25 ára af-
mælinu.
í ritinu er m.a. grein eftir Hörð
Ágústsson listmálara, sem er félagi í
FÍT. Þar er fjallað um frumherja þeirr-
ar starfsgreinar sem í dag er kölluð
grafísk hönnun eða auglýsingateiknun,
allt frá Sigurði málara, fram til nútím-
ans.
Þá er grein eftir Hafstein
Guðmundsson prentsmiðjustjóra, þar
sem sagt er frá prentverkinu, áður en
teiknari nútímans fer að vinna að
undirbúningi og útliti prentgripa.
Síðan eru í verkinu all-ítarleg yfirlit
verka 31 þeirra teiknara sem að FÍT
standa nú, verka sem unnin eru á árinu
1978 og fyrr.
Þá er loks upptalning helztu þeirra
fyrirtækja sem þjóna auglýsingagerð
og prentiðnaði nú. Mjög er vandað til
þessa verks, enda hefur útgáfa þess
tekið all-langan tíma. Það er prentað í
4 litum í stærðinni A-4 á vandaðan
pappír. Um hönnun þess sáu ýmsir fé-
lagar FÍT, en félagsmenn eru nú 59. 25
ára afmælisrit FÍT fæst í hclztu bóka-
búðum í Reykjavík.