Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Áhugasamur lesandi Trybuna Ludu, málgagns pólsku ríkisstjórnarínnar. Á
forsíðunni er tilkynnt um að Jaruzelski hafi tekið við embætti flokksformanns.
: llll
ESKIFJÖRÐUR
Umboðsmaður óskast strax á Eskifirði. Upplýs-
ingar gefur umboðsmaður í síma 97-6331 eða
afgreiðslan ísíma 91-27022.
MÉBIAÐW
Grandos
MOCCA
SNÖGGTE
FRÁBÆR HRESSING
'V
-...
„pnvcit
fyrir dömur
HEILDSALA:
Júlíus Sveinbjörnsson
SNORRABRAUT 61 —
SlMI 20480.
Eining boðar til klukkustundar verkfalls á morgun:
VERKFALLIEININGAR
MÆTT MED HÖRKU
— tilraun til að kollvarpa ríkisvaldinu, segir pólska ríkisstiórnin
Eining, samband óháðra verkalýðs-
félaga í Póllandi, undirbýr nú klukku-
stundar allsherjarverkfall á morgun,
þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda.
Eining hóf undirbúningiiTn eftir að
stjórnvöld ákváðu að nota hermenn til
að tryggja vörudreifinguna í landinu og
viðhalda reglu. Hermenn voru sendir í
þriggja til fjögurra manna hópum dl
um 2 þúsund sveitarfélaga í þessu
skyni.
í harðorðri yfirlýsingu frá ríkis-
stjórninni i gærkvöldi sagði að engar
frambærilegar ástæður væru fyrir
verkfallinu og varað var við því að
aðgerðum sem ríkisstjómin áliti hættu-
legar yrði mætt á viðeigandi hátt.
Sagði í yfirlýsingunni að verkfallið setti
í hættu efnahags- og stjórnmálalíf i
landinu og veikti auk þess varnarmátt
þess. Á þetta yrði að líta sem veikingu á
rikisvaldinu og þvi yrði að bregðast við
samkvæmt því. Verkfallið þjónaði
einungis hagsmunum þeirra sem ekki
reyndu lengur að fela það að markmið
þeirra væri að kollvarpa sosíalismanum
og ríkisvaldinu í landinu, sagði í yfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar.
Talsmenn Einingar hafa sagt að
ástæðurnar fyrir verkfallinu væru
einkum stöðvun Iögreglunnar á dreif-
ingu útgáfuefnis samtakanna og versn-
andi vörudreifing í landinu. Blaðafull-
trúi Einingar Marek Brunne sagði í
yfirlýsingu sem gefin var út í gær-
kvöldi, að lögreglan héldi enn upptekn-
um hætti við að stöðva meðlimi sam-
takanna við dreifingu útgáfuefnis.
Ríkisstjórnin hefur neitað að hafa haft
nokkur afskipti af þeim meðlimum
samtakanna sem virtu lögin, en dreif-
ing á óritskoðuðu efni væri ólögleg.
Meðlimir Einingar eru ekki ofar lögun-
um frekar en aðrir, segir í yfirlýsingu
stjórnarinnar, en þeir lita hins vegar á
hverja viðleitni til að halda uppi lögum
og rétti sem árás á samtökin. Lögreglan
handtók í síðustu viku nokkra meðlimi
Einingar og sagði að útgáfuefni það
sem þeir stæðu að dreifmgu á væri and-
sovézkt og fjandsamlegt ríkinu.
í viðtali við opinbert málgagn póiska
kommúnistaflokksins Trybuna Ludu
sagði Czeslaw Piotrowski ráðherra,
sem fer með málefni kolaiðnaðarins,
að fimm daga vinnuvika í kolanámun-
um væri að eyðileggja efnahag
Iandsins. Hann sagði áð viðræður færu
nú fram við Einingu en hún hefði
hafnað því dlboði ríkisstjórnarinnar að
að greiða bónus þeim verkamönnum
sem vinna vildu á laugardögum. Ráð-
herrann sagði að engar efnahagsfram-
farir yrðu í landinu ef ekki væri hægt
að auka kolaframleiðsluna.
Stanislaw Kania (t.v.) og eftirmaður hans Wojciech Jaruzelski á þingi pólska
kommúnistaflokksins i sumar. Skömmu síöar var Jaruzelski kominn i stað Kania
sem flokksformaður og ætlar nú greinilega að sýna verkalýðsfélögunum meiri
hörku en fyrirrennarinn.
Búlgarir bjóða til leiðtogafundar:
Kjamorkuvopna-
laust svæði
á Balkanskaga?
— Kosning Papandreous eykur líkurnar á að hugmyndin verði að veruleika
Todor Zhivkov, forseti Búlgaríu,
lagði í síðustu viku til í ræðu að haldinn
yrði leiðtogafundur i Sofíu á næsta ári
þar sem ræddir yrðu möguleikar á því
að lýsa Balkanskagann kjarnorku-
vopnalaust svæði.
Zhivkov sagði i ræðunni að sam-
eiginleg yfirlýsing Balkanlandanna
þess efnis myndi bæta mjög ástand
heimsmálanna og vera lóð á vogarskál
þess að kjarnorkuvopnum yrði útrýmt
úr allri Evrópu. Hugmyndin um kjarn-
orkuvopnalaust svæði á Balkanskag-
anum hafði áður komið fram hjá fyrr-
um forsædsráðherra Rúmeníu, Chivu
Stoica, árið 1957, en tillagan um leið-
togafund til umræðna um málið hefur
ekki komið fram áður. Rúmenar hafa
löngum verið eindregnasdr stuðnings-
menn hugmyndarinnar en talið er að
hún sé raunhæfari nú, eftir að Papan-
dreou, hinn nýkjörni forsætisráðherra
Grikklands, hefur lýst því yfir að hann
hyggist senda bandarískar herstöðvar
burt úr landinu og hætta öllu hernaðar-
samstarfi við Atlantshafsbandalagið.
Vestrænir hernaðarsérfræðingar
hafa sagt að engin kjarnorkuvopn séu
nú staðsett í kommúnistaríkjunum á
Balkanskaga, Búlgaríu, Rúmeníu,
Júgóslavíu og Albaníu. Hins vegar eru
bandarísk kjamorkuvopn í Grikklandi
og Tyrklandi, en norðausturhorn þess
dlheyrir Balkanskaganum.
Hugmynd þessi hefur ekki verið dl
umræðu nú um nokkurra ára skeið en
á þessu ári hefur borið æ oftar á henni í
ýmsum samþykktum búlgarskra ráða-
manna, þar á meðal eftir viðræður
Zhivkovs og Leonid Brezhnevs á Krím í
ágúst s.l. Vestrænir stjórnmálamenn
hafa undrazt að tillagan um leiðtoga-
fund skuli koma aðeins tveim dögum
eftir hinn mikla kosningasigur Papan-
dreous en hafa þó varað við að álykta
sem svo, að tillagan sé aðeins sett fram
af því tilefni.
Þar sem Búlgaría, Rúmenia og Júgó-
slavía er öll talin hlynnt hugmyndinni
virðist vera að skapast aukin samstaða
um að gera hana að veruleika. Sovét-
ríkin eru mjög hlynnt því að Balkan-
löndin verði lýst kjarnorkuvopnalaust
svæði og hafa reyndar einnig lýst því
yfir að Norðurlönd tækju sig saman
um að gera slíkt hið sama. Sovétríkin
munu hins vegar fylgjast vel með að
samkomulag Balkanrikjanna, ef af því
verður, muni ekki leiða til þess að
tengsl Austur-Evrópuríkjanna við
Moskvu minnki.
Papandreou hefur lýst því yfir að
hann hyggist hefja viðræður við
Bandaríkjamenn snemma á næsta ári
um úrsögn Grikkja úr hernaðarsam-
starfmu við NATO. Hann sagði að
stjórn sín myndi ekki gera neinar ein-
hliða aðgerðir varðandi bandarísku
herstöðvarnar í landinu en það væri
skýr stefna stjórnarinnar að að banda-
rískar herstöðvar og kjarnorkuvopn
ættu ekki að vera á grísku landsvæði.
Papandreou sagði að aðalástæðan
fyrir því að hann vildi endurskoða
aðild landsins að NATO væri að
bandalagið legði eingöngu áherzlu á að
verjast gegn Varsjárbandalaginu en
neitaði að tryggja landamæri Grikk-
lands að Tyrklandi. Þaðs stafar engin
hætta af Varsjárbandalaginu, sagði
Papandreou, en síðastliðin sjö ár
höfum við átt í vandræðum með Tyrki.
Hvaða tilgangi þjónar þá aðildin að
NATO, spurði hann. Þá vildu Grikkir
einnig fá fullkomnar upplýsingar um
og yfirráð yfir stöðvunum, til að koma
í veg fyrir að þaðan væru gerðar árásir
á ríki sem væru Grikklandi vinveitt og
til að koma í veg fyrir að upplýsingar
sem þær hefðu i höndum bærust til
Tyrklands. Bandaríkin reka nú fjórar
herstöðvar i Grikklandi, tvær í grennd
við Aþenu og tvær á eynni Krít, með
um 3.400 manna herliði samanlagt.
Papandreou hefur ekki enn sagt álit
sitt á tilboði Búlgara.
Papandreou. Kosningasigur hans er
talinn auka likurnar á aö Balkanrikin
verði lýst kjamorkuvopnalaust svæði.