Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 3

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 3
5 við félagið af öðrum ástæðum. — Þegar í byrjun var mönn- um gefin kostur á því að útvega þeim fræ, útsæði, áburð, verkfæri og fl. með sem beztum kjörum og svo gott sem kostur væri á, jafnótt og vörur þessar væru reyndar og reynsla fengin fyrir því, hvað bezt væri oss og hentugast. Félagsstjórnin bjóst ekki við að tilboð þetta yrði notað eins mikið og raun varð á, allra sízt í byrjun. En pantanir drifu þegar að úr öllum áttum, svo verðhæð þeirra nam þúsund- um króna. Þótt brýnt væri fyrir mönnum, að félagið gæti ekki ábyrgst gæði alls þess, sem pantað var, þar sem ekki var unt að reyna hvað eina til hlýtar, þá pöntuðu menn samt. Með þessu móti hefir auðvitað fjöldinn allur af góðum og ódýrum verkfærum dreifst út meðal félagsmanna þeim til stórhagræðis og mikið hafa þeir og fengið af öðru, svo sem fræi, áburði, girðingaefni o. fl. með betri kjörum en kostur var á annarstaðar. En þetta hefir kostað félagið mikið fé og fyrirhöfn eins og við var að búast. En hitt er verra, að sumt af því, sem pantað hefir verið, hefir reynst miður en skyldi og svo hafa menn kastað allri skuldinni á félagið. En það liggur í augum uppi, að félaginu eða félagsstjórninni varð það eitt gefið að sök, að hún var of greiðvikin við fé- lagsmenn, sinti meiru af pöntunum þeirra, en hún átti að gera meðan hún ekki var búin að afla sér fullrar tryggingar fyrir gæðum þeirrar vöru sem pöntuð var, og það gat hún engan veginn með alt eða' æfinlega, hvernig sem á stóð og á hvaða tfma sem var. Allar tilraunir taka tíma og sumar langan tíma. Þetta verða félagsmenn að láta sér skiljast og ekki dæma stjórnina hart fyrir það, að hún var of bráðlát á að bæta úr þörfum þeirra og verða við óskum þeirra, því um það eitt verður hún með réttu sökuð í þessu efni. Nokkur dæmi þessu til skýringar. Menn hafa pantað kart- öfluútsæði að vetrinum og beðið að senda sér það með fyrstu skipum að vorinu í tæka tíð. Um það leyti sem kartöflurnar þurfti að senda hefir svo stundum verið versta tíð. Þær hafa frosið á höfnum og komið skemdar eða ónýtar til viðtakanda, sem auðvitað hefir kunnað þessu illa og þá oft sakað félagið, en ekki náttúruna um baga sinn. Stundum hafa menn komið

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.