Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 29
VII.
£eiðbeiningaferðir
star/smanna Rœktunarfélags Norðurlands,
sumarið 1906.
i. Sigurður Sigurðsson skólastjóri ferðaðist um vestursýslurnar
(einkum Húnavatnssýslu) frá 13. júlí til I. ágúst. — Þar
í talin för til Reykjavíkur.
Skoðaði hann tilraunastöðvarnar á Æsustöðum, Blöndu-
ósi, Sauðárkrók og Hólum, og einnig nýstofnaða trjáræktar-
stöð á Sveinsstöðum. Kom hann auk þess á ýmsa staði
til athugana og leiðbeininga.
Dagana 30. ágúst til 2. sept. fór Sigurður ásamt Ingi-
mar bróður sínum um Bárðardal. Förin var »gerð í þeim
tilgangi, að komast að raun um, samkvæmt ósk Bárðdæl-
inga, hvort gerlegt væri að koma Skjálfandafljóti upp yfir
grundirnar í dalnum.«
Mælingarnar sýndu, að fyrirtækið er vel mögulegt. Þarf
3400 faðma langan skurð til að ná vatni yfir 300—400
dagsláttur. Skurðurinn yrði um 550 dagsverk. Aætlað er,
að kostnaður við fyrirtækið muni verða alt að 2000 krón-
um. Ætla má, að áveitan mundi auka grasvöxtinn svo
mikið, að fyrirtækið hljóti að gefa talsverðan arð.
A Hvarfi f Bárðardal mældu þeir fyrir vatnsleiðsluskurði,
er flytja skal vatn úr fljótinu yfir eyju, er liggur fyrir
neðan bæinn. Til þess þarf um 550 faðma langan skurð.
Mundi kostnaður við hann nema um 200 krónum.
15.—16. sept. fór Sigurður fram í Eyjafjörð. Var það
einkum eftir ósk félagsmanna R. N. í Saurbæjardeild. Héldu