Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Qupperneq 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Qupperneq 12
14 Stefánsson, en til vara Steingrímur sýslumaður Jónsson á Húsavík. Skrifarar fundarins voru kjörnir: Sigurður Jónsson frá Yztafelli og Sigurjón Friðjónsson á Sandi. 3. Fundarstjóri lagði fram aðalreikning félagsins fyrir síðast- liðið ár^ og tók sérstaklega fram, að félaginu hefði hlotn- ast stór gjöf á síðaslinu ári, þar sem Magnús sál. Jóns- son gullsmiður á Akureyri, hefði gefið félaginu 3000 kr. Mintust fundarmenn hins veglynda gjafara með því að standa upp. Reikningurinn var samþyktur í einu hljóði með þessum breytingartiliögum út af athugasemdum endurskoðenda: 1. að athugasemd 2. »borgist af félagssjóðic. 2. - — 3. »borgist af reikningshaldara*. 3. - — 5. »borgist af félsgssjóði«. 4. - — 7. »Ieiðréttist á næsta reikningi*. 4. Skólastjóri Sigurður Sigurðsson skýrði allítarlega frá starf- semi félagsins og tilraunum á hinn umliðna ári, svo sem í tilraunastöðvum félagsins, tilraunum með áburðar- efni og trjárækt og árangurinn af þessu, að því leyti, sem hann er kominn í ljós. Næst á eftir skýrði Aðalsteinn Halldórsson, stjórnar- nefndarmaður, frá húsbyggingu félagsins í tilraunastöð þess á Akureyri, og sem nú er vel á veg komin. Jafn- framt lagði hann fram uppdrátt af húsinu. 5. Fundarstjóri lagði fram og las upp áætlun um tekjur og gjöld félagsins fyrir næsta ár. Samþykt var að kjósa þriggja manna nefnd til að athuga áætlunina og koma fram með álit sitt síðar á fundinum. í nefndina voru þessir menn kosnir: Sigurður Sigurðsson skólastjóri með 9 atkvæðum. Steingrímur Jónsson sýslumaður - 7 — Sigurður Jónsson Yztafelli 5 — 6. Þá bar fundarstjóri fram nokkrar tillögur til breytinga á lögum félagsins. Samþykt að kjósa þrjá menn í nefnd til að athuga breytingartillögur og láta sfðar uppi álit sitt um málið á þessum fundi.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.