Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 21

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 21
23 alls. Reitirnir eru Vio úr vallardagsláttu eða 90 Q faðmar hver að stærð. f. Ræktun runna og trjátegunda hefir verið aukin all- mikið. Hefir þeim verið plantað á allstór svæði, bæði sömu tegundum og fyr og allmörgum nýjum. g. Tvennar áburðartegundir hafa og verið gerðar. Uppskera úr tilraunastöðinni varð miklu minni en undanfarin ár. Er það eðlilegt, með því að sumarið var óvanalega stutt og kalt. Þó varð uppskera á sumu hreint í meðallagi góð. Uppskeran var alls: Af jarðeplum 6010 pd. — gulrófum 7555 — — fóðurrófum 2900 — — fóðurgrasi um 5500 — Auk þess dálítið af öðrum matjurtum. Verð allrar uppskerunnar reiknaðist kr. 715,35. 2. Tilaunastöðin á Blönduósi. Hún hefir verið girt að mestu á þessu ári, Iagðir vegir um hana, og grafin lokræsi um hana—111 faðmar alls. — Landið er brotið að miklu leyti (5 dagsláttur af 7). Hefir það verið plægt, herfað og jafnað og nær helmingur þess tekinn til ræktunar. Tilraunir voru gerðar þar með áburð og fóðurrófur. Umsjónarmaður tilraunastöðvarinnar er Sigurður búfr. > Pálmason á Æsustöðum. 3. Tilraunastöðin á Æsustöðum. Helztu tilraunir, sem gerðar hafa verið, eru með jarð- epli (6 afbrigði) og fóðurrófur og næpur (9 afbrigði). Sigurður Pálsson er þar einnig umsjónarmaður.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.