Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 13
i5
í nefndina voru kosnir:
Steingrímur Jónsson sýslumaður með 8 atkvæðum.
Sigurjón Friðjónsson á Sandi - 7 —
Sigurður Jónsson í Yztafelli - 5 —
7. Sigurjón Friðjónsson á Sandi flutti fyrirlestur um búnað
í Þingeyjarsýslu, og var gerður að honum hinn bezti
rómur.
Fundi frestað til næsta dags.
*
* *
Næsta dag kl. 10 f. h. var fundur aftur settur á sama
stað með sömu mönnum. Var þá:
8. Lagt fram álit og tillögur nefndar þeirrar, er athugað
hafði áætlun um tekjur og gjöld félagsins fyrir árið 1907.
Eftir nokkrar umræður voru samþyktar þessar breyt-
ingar við áætlunina.
a. Gjaldliður 2. hækki um 500 krónur.
b. — 4. lækki um 200 krónur.
c. Gjaldliðir 10.—11. Þessir liðir iækki samtals um 400
kr. eftir nánari ákvæðum stjórnarnefndar um það,
hvernig þessi laekkun komi niður á hvorum liðnum
fyrir sig.
d. Gjaldliður 12. hækki um 100 krónur.
Því næst var áætlunin í heild sinni með framkomnum
breytingum samþykt af fundinum.
9. í sambandi við fjárhagsáætlunina urðu nokkrar umræður
um gjafafé Magnúsar sál. Jónssonar. Lét fundurinn í ljósi
þá skoðun sína, að rétt væri að mynda af því sérstakan
sjóð, og fól stjórninni að semja og leggja fyrir næsta
aðalfund frumvarp til skipulagsskrár fyrir sjóðinn.
10. Samþykt: >Fundurinn veitir stjórnarnefnd félagsins heim-
ild til að styrkja fyrirhugaða utanför Sigurðar skólastjóra
Sigurðssonar til að kynna sér tilraunastarfsemi erlendis
o. fl. með alt að kr. 600.«
11. Fundarstjóri las upp bréf frá Búnaðarfélagi íslands, dag-
sett 29. des. f. á. Þar sem það er talið nauðsynlegt, að
reikningar Ræktunarfélagsins fyrir árin 1905 og 1906,