Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 6
8
króna virði. Þar við bætast svo áhöld, húsbúnaður verkfæra-
sýnishorn o. fl., sem virt er samtals 3,580 kr. Við síðasta
nýár voru útistandandi skuldir félagsins og peningar í sjóði
um 6600 krónur, en svo skuldaði það um 10,900 krónur.
Skuldlaus eign þess var því tæpar 22 þús. króna.
Þegar þess er gætt, að styrkur sá, er félagið hefir fengið
úr landsjóði og frá Búnaðarfélagi íslands þessi árin, nemur
ekki meiru en tæpum 24000 krónum og miklu hefir verið
kostað til tilrauna, styrkveitinga, leiðbeiningaferða, kenslu og
prentunar, þá verður ekki annað sagt, en félaginu hafi bless-
ast vel efni sín. Gróðinn liggur auðvitað aðallega í því, hve
tilraunasvæðið hefir hækkað í verði við ræktunina. Árangur-
inn af tilraununum sézt í skýrslunum. En auðvitað er ekki
mikið á tilraununum að byggja enn sem komið er.
AUKATILRAUNASTÖÐVAR, sem félagið hefir styrkt, eru
nú 5, á Húsavík, Hólum í Hjaltadal, Sauðárkróki, Blönduósi
og Æsustöðum í Langadal. Alt útlit er fyrir að tilraunum
verði hætt á Æsustöðum, ef Búnaðarfélag BólstaðahKðarhrepps
fæst ekki til að annast um hana og styrkja hana að einhverju
leyti og er það illa farið. Að Ræktunarfélagið taki tilrauna-
stöðina að sér að öllu leyti getur ekki komið til nokkurra
mála, enda er það gagnstætt lögúm félagsins.
GARÐYRKJUFÉLÖG þrjú hafa verið stofnuð hér ncrðan-
lands á þessum árum, sem notið hafa aðstoðar Ræktunarfé-
lagsins, tvö í Þingeyjarsýslu, Qarðyrkjufélag Reykdœla og
Qarðrœktarfélag Reykhverfinga, og eitt í Skagafirði, Garð-
yrkjufélag Seiluhrepps. í görðum þeirra allra er jarðvegurhn
hitaður með lauga eða hvera vatni. Víða hagar svo til h5r
á landi, að þetta verður gert með tiltölulega litlum kostnað',
og er því vonandi að fleiri héruð á landinu fari að dæm
Skagfirðinga og Þingeyinga.
ÁBURÐARTILRAUNIR hafa gerðar verið á mörgum stöð-
um að tilhlutun Ræktunarfélagsins og með styrk frá því, og
loks hefir félagið hvatt menn til að koma upp
VERMIREITUM og veitt þeim verðlaun, sem sent hafa
skýrslur um árangurinn.
FRÆÐSLUSTARFSEMI félagsins hefir verið með þrennu