Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 24

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 24
26 bezta arð. Virðist sumstaðar gott að nota kalk ásamt hin- um nefndu áburðarefnum. Vel reyndist einnig að nota hin útlendu áburðarefni lítið eitt með húsdýraáburði. B. Gróðrartilraunir. 1. Grasrækf m. fl. Grasreitirnir, sem sáð var í 1904 og sem skýrt var frá í ársritinu í fyrra, voru slegnir 7. ágúst. Á flestum þeirra voru grastegundir; smári o. fl. á að eins tveim reitum af 25, sem slegnir voru. Af reitunum (9 □ föðmum) fengust af grasþurru heyi sem svarar 5953 pd. að meðaltali af dagsláttustærð. Af grasreitunum var meðaltalið 5779 pd., en af smáreitunum 7950 pd. (rauðsmári 11100 pd.) af dag- sláttu. Langbezt óx grastegundin akurfax (Bromus arvensis), 21600 pd. á dagsláttu; næst beztu grastegundir voru vallarfoxgras (Phleum pratense) 8400 pd. og hávingull (Festuca pratensis) 8000 pd. Grastegundirnar léttust að meðaltali við purkinn um 60° /o. Verður pá þurt hey af grasreitunum að meðaltali 2779 pd., af akurfaxi 8640 pd., vallarfoxgrasi 3360 pd. og af hávingli 3200 pd. af dagsláttu stærð. Af tegundum þeim, er bætt var við í fyrra, óx enska heybyggið (Lolium perenne) bezt. Af því fengust sem svar- ar 3320 pd. af þurru heyi af dagsláttu. * * * í ágústmánuði 1905 var sáð vetrarrúg í allstóran blett. Prátt fyrir vorkuldana 1906 óx rúggrasið svo vel, að það var um álnarhátt í júníbyrjun. Sumt af því var þá slegið í byrjun batans og notað til fóðurs, en sumt stóð yfir sumarið. Stengurnar urðu allháar, en fræin náðu engum verulegum Proska. Það, sem slegið var, óx mikið upp aftur. * * * Höfrum var sáð þetta ár í allstórar spildur. Náðu þeir talsverðum vexti. Peir voru ekki slegnir fyr en haust var

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.