Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 7
9 móti. í aðaltilraunastöðinni hefir farið fram verkleg jarðyrkju- kensla frá miðjum maí til júníloka, þegar tíð hefir leyft, þrjú síðustu árin og hafa 47 nemendur samtals notið þar kenslu, og í vor eru þar 25 nemendur. A skrifstofu félagsins og í tilraunastöðinni fá félagar ókeypis leiðbeiningar hvern virkan dag alt sumarið. Auk þess hefir félagið styrkt plæg- ingakenslu í Hörgárdal. LEIÐBEININGAFERÐIR meðal félagsmanna hefir félagið kostað þrjú undanfarin ár, að jafnaði iiðugar 10 vikur hvert sumar. Er það mikið þegar þess er gætt, hve fáum mönn- um félagið hefir haft á að skipa. A ferðum sínum hafa starfs- menn félagsins auk þess að gefa sérstökum mönnum munn- legar leiðbeiningar og gera ýmsar mælingar, haldið fyrirlestra hér og hvar. A aðalfundi félagsins hafa og jafnan verið haldnir fróðlegir fyrirlestrar og hlutast til um að sýningar væru haldnar um sama leyti. í sumar verður að sjálfsögðu lítið um leið- beiningaferðir sökum fjarveru Sigurðar skólastjóra. Er von- andi að félagsmenn líti á það með sanngirni, einkum þegar þeir geta átt það víst, að þeim verði bætt þetta upp næsta ár. Þá hefir félagið von um að fá í þjónustu sína einn eða máske tvo af hinum efnilegustu búfræðisnemum, sem nú stunda nám erlendis. — í þriðja lagi hefir félagið gefið út um hálft annað hundrað blaðsíður af frœðandi ritgerðum með ársskýrslum sínum, sem líka hafa mikinn fróðleik að geyma. Hefir ritinu verið útbýtt gefins meðal félagsmanna. Nýir fé- lagsmenn hafa fengið og fá framvegis eldri árganga ókeypis meðan upplagið endist. í ár sér félagið sér ekki fært að gefa út nema stuttan útdrátt úr skýrslum sínum. Næsta ár munu menn fá það fyllilega upp bætt. Sigurður skólastjóri, sem fór utan næstliðið haust til þess að afla sér frekari mentunar og sérstaklega til að kynna sér hinar nýjustu og fullkomnustu aðferðir við alls konar ræktunartilraunir, mun hafa frá mörgu að segja, er menn fýsir að heyra. Hann hefir farið um Danmörku, Svíþjóð og Þýzkaland og dvalið þar lengri og skemri tíma við hinar og þessar tilraunastöðvar og bú- fræðisstofnanir, og snýr svo til Noregs þegar sumrar. Loks má geta þess, að félagið hefir stöðugt sýningu á

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.