Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Side 2
4
þess og starfsþrek voru æði óljósar eftir þvf að dæma, er
síðar hefir komið í ljós. — Margir hafa ekki fyllilega gert
sér það ljóst, að tilraunastarfsemin er og á að vera megin
þátturinn í öllum framkvœmdum félagsins. A hana verður að
leggja aðaláherzluna. Markmið Ræktunarfélagsins er mikil og
arðsöm jarðrœkt og að þessu takmarki leitast það við ná með
margbreyttum og ítarlegum tilraunum. — Það vill láta spyrja
íslenzku náttúruna hvað auðveldast og arðsamast sé að rækta
hér, og hvernig eigi að gera það, spyrja þangað til fengin
eru áreiðanleg svör. En tilraunaleiðin er seinfarin og torsótt,
en hún er líka langvissasti vegurinn að takmarkinu.
Eg hefi orðið þess var að sumir gera sér þetta ekki fylli-
lega ljóst og gera því ýmsar þær kröfur til félagsins, sem
eru með öllu ósanngjarnar. En eg skal þegar taka það fram,
að þessir menn eru sem betur fer sárfáir í samanburði við
fjölda félagsmanna.
Tortrygni og ótrú á alla nýbreytni eru stórskaðlegar öll-
um góðum félagsskap og framfaraviðleitni, og því miður eru
þær systurnar uppvöðslumeiri vor á meðal en góðu hófi gegnir,
en oftrú á ný fýrirtæki og oftraust til þeirra manna er með
þau fara geta líka verið varasamar. Slík oftrú á venjulega
rót sína í því, að menn gera sér ekki glögga grein fyrir því,
hversu fyrirtækinu er varið og ætlast svo til ýmislegs þess,
bæði af fyrirtækinu og mönnum þeim, sem að þeim standa,
sem ekki nær nokkurri átt.
Þetta hefir því miður átt sér stað með Ræktunarfélagið og
forgöngumenn þess, þótt það sé furðu lítið þegar þess er
gætt, að félagið er enn á bernskuskeiði og því ekki búið að
ná fullri festu. Það lítur svo út, að stöku menn hafi vænst
þess undurs eða kraftaverks, að félagið umsteypti allri jarð-
rækt hér á landi á einu eða tveimur árum og að félagsmenn
hefðu þegar stórkostlegan beinan hag af því að vera í félag-
inu. Svo þegar þessar vonir rættust ekki á þann hátt sem menn
höfðu ætlað, urðu þeir óánægðir og hótuðu jafnvel sumir að
fara úr félaginu eða neituðu að borga tillög sín og voru
með því sjálffarnir úr þvf. Slíkir menn sem þessir eru fáir
sem betur fer, en aftur eru þeir nokkrir sem mislíkað hefir