Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 38

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 38
X. oCög Rœktunarfélags Norðurlands. 1. grein. Félagið heitir Ræktunarfélag Norðurlands. Heimili þess og varnarþing er í Akureyrarkaupstað. I. Tilgangur. 2. grein. Tilgangur félagsins er: 1. Að láta gjöra nauðynlegar tilraunir til jarðræktar á Norð- urlandi. 2. Að útbreiða meðal almennings þekkingu á öllu því, sem að jarðrækt lýtur, og líkindi eru til að komið geti að gagni. 3. grein. Félagið vill ná tilgangi sínum með þvf að verja tekjum sínum og sjóðseignum á þann hátt er nú skal greina: 1. Að koma á fót einni tilraunastöð á Norðurlandi, þar sem gjörðar verði tilraunir með garðyrkju, grasrækt, skógrækt og tilbúin áburðarefni. 2. Að minni tilraunastöðvum verði komið á fót, víðsvegar um Norðurland, að minsta kosti einni í hverri sýslu. A þess- um stöðvum verði gjörðar þær tilraunir, sem sérstaklega geti haft þýðingu fyrir hvert hérað, t. d. með tilbúin á- burðarefni, einnig þær tilraunir, sem búið er að gjöra á aðalstöðinni, og líkindi eru til að mundu hafa þýðingu fyrir jarðræktina, t. d. grasfræsáning, garðyrkju og gróður- setning trjáa. Tilraunum þessum skal stjórnað frá aðal- stöðinni.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.