Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Síða 27
29
á þessa staði enn, en nokkuð af skóflum, kvíslum o. fl.
af hinum minni garðyrkjuáhöldum.
Helztu áhöldin, er félagið hefir bætt við á árinu, eru:
South Bend akurplógur, sem nefndur var í ársritinu í
fyrra. Er þar mynd af honum á bls. 23. Sá sem keyptur
hefir verið er eins að gerð, að því viðbættu, að neðan á
ásnum framanverðum er hjól eitt, sem færa má upp og
niður. Á það að takmarka, hversu djúpt plógurinn ristir.
Hann er að eins notaður til að plægja sáðland, enda
skeralaus. Hann var notaður mikið síðastliðið sumar og
reyndist mjög vel. Er hann léttur tyrir tvo hesta og vinnur
vel. Plógur þessi kostar kr. 28,00.
Frœhreinsunarvél frá Kullberg & Co í Katrineholm í
Svíaríki. Hún er ætluð til þess að hreinsa smærri fræ, svo
sem rófnafræ. Skilur hún hýði það, er fræið felst í, frá
frækornunum, þau falla niður, en hismið verður eftir á
sigtinu. Sigtið má þétta smásaman og þarf að endurtaka
hreinsunina nokkrum sinnum, áður en fræið verður
hreinsað til fulls. Vélin var reynd lítið eitt á síðastliðnu
vori og reyndist fremur vel. Hún kostar kr. 25,00.
Garðyrkjufélag Seilulirepps
í Skagafirði hefir ekki sent nákvæma skýrslu. En for-
maður Ræktunarfélagsins hefir fengið skriflega nokkurar
upplýsingar um starfsemi félagsins og árangur hennar
síðastliðið ár.
Garður félagsins er 8 dagsláttur að stærð (Sbr. skýrslu
Jakobs Líndals í ársriti Ræktunarfélagsins 1904). Voru 5
dagsláttur af garðinum teknar til notkunar síðastliðið vor.
Uppskeran varð lítil með pörtum, en aftur allgóð í þeim
hlutum, sem heitastir eru, meðfram lokræsunum, sem
heita vatnið er leitt eftir.
Uppskeran varð alls 19817 pd. af jarðeplum og 4636
pd. af rófum. Söluverð þess varð samtals kr. 885,47. Var
það mjög líkt og sumarið 1905.