Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Qupperneq 14
iö
breitt aftur, svo að verkatapið er minna en í fljótu
bragði kann að virðast og í óþurkatíð er alt sparnað-
ur, sem getur dregið úr, eða fyrirbygt að heyið hrek-
ist. —
Kartöfluuppskera varð mjög sómasamleg, þrátt fyr-
ir miklar úrkomur, lítið sólfar og óeðlilega mikinn
grasvöxt, en rófuuppskera varð lítil, þvi garðarnir
skemdust af ormi síðastliðið vor, en svo voru rófurnar
líka teknar upp í byrjun ágústmánaðar og seldar, þá
tæplega hálfþroskaðar.
Uppskera varð þannig í 100 kg.:
Taða Kartöflur Rófur
680 150 30
Ennfremur um 30—40 hestar af grænfóðri.
III. Frœðslustarfsemin.
a. Verklegt nám.
Við verklegt garðyrkjunám voru 8 stúlkur.
Á vornámskeiði frá 14. maí til 30 júní voru:
Birna Jakobsdóttir, Akureyri.
Dýrleyf Friðriksdóttir, Efri-Hólum, N. Þing.
Karólína Sigurpálsdóttir, Akureyri.
Ólafía Þorvaldsdóttir, Akureyri.
Sigríður Halldórsdóttir, Hvanneyri, Borgarfirði.
Á sumarnámsskeiði frá 14. maí til 30. sept.:
Ingibjörg Jónsdóttir, Garðsvík, Vatnsnesi, V.-Hún.
Kristín Eggertsdóttir, Sauðadalsá, Vatnsn., V.-Hún.
Sólveig Indriðadóttir, Fjalli, Aðaldal, S.-Þing.
Við verklegt jarðyrkjunám var einn piltur síðastlið-
ið sumar. Sigurjón Jónsson, Ijóni, Kelduhverfi, N.-Þ.