Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 63
Hvað segir . . .?
Það eru ekki mörg rit búfræðilegs efnis, sem árlega
koma út hér á landi, svo það ætti að vera sæmilega
kleyft, þeim sem þessi rit fá, að komast yfir að lesa
þau. Samt hefi eg heyrt því haldið fram og sennilega
með allmiklum rökum, að þessi rit séu alloft slælega
lesin og jafnvel alloft ekki skorið upp úr þeim. Þeir
sem hér eiga hlut að máli, afsaka sig oft með því, að
efni þessara rita sé ekki aðgengilegt til lestrar, ýmist
skýrslur með miklu af töflum eða langar hálfvísinda-
legar ritgerðir og má vera, að þeir hafi nokkuð til síns
máls.
Það er hægt að skrifa á ýmsa vegu um flest málefni,
en þó fyrst og fremst á tvo vegu. Það má skrifa þann-
ig, að aðeins sé um hvatningu að ræða, sem geti vakið
menn til umhugsunar um málið, en án þess að nokkur
hagnýt fræðsla sé á boðstólum um eðli málsins og
framkvæmd. Slíkar greinar eru venjulega stuttar og
því aðgengilegar til lestrar, en hafa aðeins augnabliks
gildi. En svo má líka skrifa ítarlegar rökstuddar rit-
gerðir um málefnin, með hagnýtum leiðbeiningum fyr-
ir þá, sem vilja taka viðfangsefnin til praktiskrar
meðferðar. Þessar ritsmíðar eru ekki ætlaðar til lestr-
ar, heldur til afnota, og þýðing þeirra kemur fyrst til
greina, þegar einhver þarf beinlínis á þeim upplýsing-
5