Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 24
26
þekt, að belgjurtir gerðu eigi sömu kröfur til áburðar
og aðrar jurtir og jafnvel talið það óþarfa eyðslu að
ætla þeim áburð, og um miðja 19. öld færðu tveir
Englendingar, Lawes og Gilbert, á Rothamsted, sterk-
ar líkur fyrir því, að belgjurtir gætu vaxið án þess að
köfnunarefnissambönd væru borin á og jafnvel samt
sem áður auðgað jarðveginn af þessu efni og að sömu
niðurstöðu komst þektur þýskur jarðyrkjumaður,
Sehidtz að nafni, um 1883, en ekki hugkvæmdist
mönnum þá aö setja þennan eiginleika belgjurtanna
í samband við hin einkennilegu rótaræxli þeirra. En
skömmu síðar, eða 1886, hepnast tveimur Þjóðverjum,
Helhiegel og Willfarth, að sanna, að belgjurtirnar
geta hagnýtt til vaxtar köfnunarefni loftsins og að
þessi eiginleigi þeirra stendur í sambandi við rótar-
æxlin og stafmyndaðar smáverur, er í þeim eru.
Rannsóknir þeirra Hellriegel og Willfarth hafa verið
nefndar klassiskar, og þó var hinn merkilegi árangur
þeirra hrein tilviljun. í upphafi var tilgangurinn að
rannsaka áhrif mismunandi áburðar á ýmsar yrki-
jurtir. Jurtirnar ræktuðu þeir í smástömpum og sem
jarðveg notuðu þeir köfnunarefnissnauðan sand. Þeir
veittu því þá strax athygli, að meðan korntegundirnar
náðu engum þroska án aðflutts köfnunarefnisáburðar,
þá gaf köfnunarefnisvöntunin mjög breytilegan árang-
ur, hvað belgjurtirnar áhrærði. Væri sandurinn dauð-
hreinsaður fylgdu belgjurtirnar sömu lögum og korn-
tegundirnar, en væri vökvað með vatni, er síað hafði
verið í gegnum gróðrarmold, uxu belgjurtirnar óháð-
ar köfnunarefninu. Væri þetta jarðvatn hins vegar
soðið, áður en það var notað til vökvunar, urðu áhrif
þess engin. Þaö var því augljóst, að hér voru smáver-
ur að verki, er á einn eða annan hátt stóðu í sambandi
yið belgjurtirnar og við athugun á rótum þeirra, kom-