Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 57
59
edikssýru og smjörsýrubakteríurnar, smjörsýrumynd-
unin örust við 30°—40° C. hita og þann hita ber því
að varast við votheysgerðina.
Kalda aðferðin. Þegar vothey er gert með þessari
aðferð, er grasið látið í gryfjuna á sem stytstum tíma
og troðið rækilega saman strax, en vegna þess, að ekki
er látið hitna neitt teljandi í heyinu, sígur það tiltölu-
lega lítið saman meðan verið er að fylla gryfjuna, en
fargið er sett á strax þegar gryfjan er full. Gryfju-
rúmið notast því illa við þessa votheysgerð. Úr þessu
má nokkuð bæta með því að nota lausan flekahring
ofan á gryfjuna, sem tekur á móti nokkuru af því
heyi, sem fer í sigið í gryfjunni. Ennfremur má taka
fargið af, þegar fullsigið er í gryfjunni og gerðinni
er lokið, og bæta þá í gryfjuna að nýju.
Aðalhættan við þessa votheysgerð er, að hitinn í
heyinu stigi of hátt, eða komist upp í hið skaðlega
hitastig milli 30° og 40° C., að öðru leyti er aðfer'ðin
mjög einföld. Takist að halda hitanum niðri á 20'—
30°, má gera ágætt vothey með þessari aðferð og
sennilega með tiltölulega litlu efnatapi.
Heita aðferðin. Við þessa aðferð þarf hitinn í hey-
inu að fara yfir 45° C. og má fara alt upp í 55°. Til
þess að fá hitann fljótt í gryfjuna, má láta neðst í
hana dálítið af hálfþurru heyi, ofan á það er svo látið
nýslegið gras og dreift sem jafnast yfir gryfjuna, en
ekki troðið saman. Því næst er beðið eftir því, að næg-
ur hiti komi í heyið. Þegar hitinn er orðinn nægur,
er heyið troðið saman í gryfjunni og nýju grasi bætt
á, hitinn leitar þá fljótlega upp í það og er þá bætt í
gryfjuna á ný og svo koll af kolli. Ætli hitinn í gryfj-
unni að verða of mikill, má draga úr honum með því
að troða heyið vel saman og láta örar í hana. Til þess
að fylgjast vel með hitanum er nauðsynlegt að hafa