Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 83
85
áhrifum sínum til þess að Verkfærakaupasjóður geti
tekið til starfa hið allra fyrsta.
Um tillöguna urðu fjörugar umræður, en að þeim
loknum var tillagan samþ. með öllum greiddum atkv.
d. Svohljóðandi tillaga kom frá sr. Guðbr. Björns-
syni, Viðvík:
»Fundurinn skorar á stjórn búnaðarsambandsins að
veita styrk til vermii-eita á hagkvæmum stöðum innan
sýslunnar á næstu fjárhagsáætlun, í þeim tilgangi að
útvega sambandsfélögum plöntur af ýmsum jurtum,
sem notaðar eru til matar. Ennfremur sé veittur styrk-
ur til leiðbeiningar í matreiðslu á þessum jurtum«.
Samþykt í einu hljóði.
e. Frá Búnaðarfél. Hólahrepps kom svohlj. tillaga:
»Fundurinn skorar á stjórn B. S. S., að gangast
fyrir því að bændur á sambandssvæðinu komi upp
hjá sér salernum nú á næstu árum, og telur rétt að
verja fé til þess úr sambandssjóði«.
Samþykt í einu hljóði.
f. Til oddvita sýslunefndar hafði borist erindi frá
Guðm. Andréssyni dýralæknisnema í Reykjavík, þar
sem hann æskir meðmæla sýslunefndar, með styrk-
beiðni sinni til alþingis um 1000 króna styrk til dýra-
lækninga.
í tilefni af því lagði stjórnarnefndarmaður Sig. Sig-
urðsson sýslumaður fram eftirfarandi tillögu frá
stjórn B. S. S.:
»Aðalfundur Búnaðarsambands Skagfirðinga álykt-
ar: Fundurinn mælir eindregið með væntalegri um-
sókn hr. Guðmundar Andréssonar dýralæknis-aðstoð-
armanns í Reykjavík, til alþingis, um styrk úr Ríkis-
sjóði til að stunda dýralækningar í Skagafjarðar- og
Húnavatnssýslum og lýsir því jafnframt yfir, að
hann telur mjög brýna þörf á, að kostur sé fróðs