Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 50
52
borðum, 7 ” breiðum, eru þá borðin söguð niður í hæfi-
lega marga búta, sem síðan eru sagaðir allir í einu
sniði og negldir saman á endunum. Fyrir mót, sem eru
1.5 m. á hæð, þarf þrjá slíka hringi. Utan á hringina
er síðan klætt með venjulegum uppsláttarborðum, upp
á endann, og eru þá hringmótin innan í gryfjunni
komin. Ef steypa skal 4 m. djúpa gryfju, þarf að
flytja þessi mót tvisvar sinnum, eða að steypa gryfj-
una í 3 færum. Til þess að auðvelt og fljótlegt sé að
flytja mótin, má hafa hringinn skrúfaðan saman með
boltum á 4 stöðum og skiftast þá mótin í 4 fleka og
þarf þá aðeins að losa boltana, þegar á að færa mótin.
Ytra borð gryfjunnar þarf ekki að vera sívalt, mætti
til dæmis vera 8 kantað, gert úr 8 jafnstórum flekum,
sem haldið væri saman með borðakarmi, er slegið
væri utan um flekana. Að vísu yrði veggur gryfjunn-
ar dálítið misþykkur, en til þess að spara steypu,
mætti setja grjót í hornin, þar sem veggurinn er
þykkastur. Meðfylgjandi teikningar gefa nokkra hug-
mynd um, hvernig þessum mótum yrði komið fyrir.
Á mynd 1, sést ofan á gryfjuna og mótin, en mynd 2
er þverskurður af gryfjunni og mótunum, er sýnir
ennfremur botnrás úr gryfjunni.
Það er á rökum bygt, að veggir annara bygginga
notast ekki við þessa gryfjugerð og getur það munað
allmiklu, einkum, ef gryfjurnar eru gerðar í hlöðu-
hornum, svo ekki þarf að steypa nema 2 veggi, ef
gryfjan er höfð köntuð. Á það má þó benda, að óhjá-
kvæmilegt er í slíkum gryfjum að steypa úr hornun-
um, og sé það gert sómasamlega, þá verður munurinn
ekki eins mikill og hann í fljótu bragði kann að virð-
ast, og þegar um það er að ræða, að koma upp gryfju-
mótum, sem notuð séu í sameiningu af bændum í ein-