Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 17
19
starfi fyrir félagið í 10 ár, og gaf eg því á síðasta að-
alfundi yfirlit um afkomu þessara ára. Eg vil nú ekki
fara langt út í það hér að rekja þá skýrslu, en get þó
ekki stillt mig um að taka hér upp örfáa liði úr henni
og þá sérstaklega þá, er snúa að hinni reikningslegu
afkomu félagsins og þeim breytingum, sem þar hafa
á orðið á þessum 10 árum.
Eignir. Skuldir. Hrein eign.
Kr. Kr. Kr.
1 árslok 1923 101587.90 51911.67 49676.23
í árslok 1933 141125.42 50728.52 90396.90
Vöxtur 1924—33: 39537.52 -^-1183.15 40720.67
Reksturságóði, á þessum 10 árum, hefur numið sam-
tals kr. 56419.79. Þar af koma ca. 41 þús. fram sem
vöxtur hreinnar eignar, en tæpum 16 þús. krónum
hefur verið varið til afskrifta.
Þó að skuldirnar hafi lítið lækkað á þessu tímabili,
þá hafa þær samt tekið allmiklum breytingum og
gefur vaxtareikningurinn gleggsta hugmynd um það.
Goldnir vextir Vaxtatekjur Mismunur
Kr. Kr. Kr.
1923 3343.49 1198.78 2144.71
1933 1950.42 1810.33 140.09
Þessi breyting orsakast aðallega af því, að félagið
skuldar nú mest sínum eigin sjóðum og hefur auk þess
nokkrar vaxtatekjur frá ári til árs, af rekstrarfé, sem
stendur inni hjá bönkum og stofnunum.
Um afkomu félagsins í framtíðinni skal engu spáð,
en eigi virðist ástæða til að vænta annars, en að hún
geti orðið nokkuð svipuð, svo framarlega sem ekkert
sérstakt óhapp hendir.
31. Desember 1934.
Ólafur Jónsson.
2*