Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 31
A. \
33
enga sérstaka kosti, sem grænfóður, eru fremur em-
hæfir, þurfa mikinn áburð, og ganga nærri næringar-
efnaforða jarðvegsins, það væri því mikilsvirði, ef
vér gætum ræktað belgjurtir með höfrunum til græn-
fóðurs, mundi það ekki einungis auka fjölhæfni upp-
skerunnar og eggjahvítumagn hennar, heldur einnig
spara áburð og jafnvel auðga jarðveginn af köfnunar-
efni.
Hinar fjölæru graslendisjurtir er sá flokkur belg-
jurta, er frá vorum bæjardyrum séð er vafalaust þýð-
ingarmestur. Af þessum belgjurtum, sem mikið eru
ræktaðar í nágrannalöndum vorum, má nefna: Smára-
te%und\rni\v, hvitsmára, rauðsmára og Alsikusmára.
Marmskór eða Lotustegundimar, Lotus uliginosus og
Lotus comiculatus og Lúsermir, sem í Norður-Ameríku
ganga undir nafninu ,41/«//«. Allar þessar tegundir
eru ágætar fóðurjurtir og eru þær ræktaðar með ýms-
um grastegundum. Geta þær, ræktaðar á þann hátt,
haft mikinn áburðarsparnað í för með sér og aukið
eggjahvítumagn fóðursins til muna. Lítill vafi er á
því, að smárategundimar má rækta hér með ágætum
árangri og ekki er ósennilegt að líka megi takast að
rækta hér Lotustegundirnar, en öllu vafasamari er
ræktun Luserna, því þær krefjast bæði hagstæðrar
veðráttu og kalkauðugs jarðvegs, en íslenskur jarðveg-
ur fremur snauður af kalki og örðugt úr því að bæta.
Hinsvegar virðist íslenskur jarðvegur ekki súr, þó
hann sé fátækur af kalki, en það er þýðingarmikið
atriði þegar um ræktun Lusernu og annara belgjurta
er að ræða.
Ef vér litumst um í hinni íslensku flóru, þá er þar
eigi um auðugan garð að gresja, hvað belgjurtir á-
hrærir. Með góðum vilja má telja, að hér hafi fundist
3