Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 47
49
hygli nu heldur en endranær, því þó við ekki þurfum
að gera ráð fyrir eins óhagstæðu tíðarfari að öllum
jafnaði og var síðastliðið sumar, þá má í flestum
sumrum búast við óþurkaköflum einhverntíma á slætt-
inum, sem valda töfum og heyskemdum, ef aðeins er
treyst á þurheysverkunina eina. Við eigum líka að
hætta að líta á votheysgerðina sem neyðarúrræði, er
aðeins komi til greina þegar þurheysverkunin bregst,
því sem heyverkunaraðferð stendur votheysgerðin
þurheysverkun við hagkvæm skilyrði fyllilega á sporði,
eða jafnvel talsvert framar ef rétt er á haldið og mun
flestum þeim, er reynt hafa til hlýtar, bera saman um,
að vel verkað vothey sé ágætt fóður og ómissandi með
þurheyjum handa öllum búpeningi og þó sérstaklega
handa kúm.
1 eftirfarandi línum mun eg aðallega ræða um vot-
heyshlöður og gerð þeirra, en í þeim efnum hefur
ráðið hinn mesti glundroði, sem ef til vill hefur átt
talsverðan þátt í því að tefja fyrir útbreiðslu vot-
heysgerðarinnar.
Hvar á votheysgryfjan aö vera?
1. Votheysgryfjunni þarf að velja stað sem næst
fénaðarhúsunum, eða þurheyshlöðunum, svo sem þægi-
legast sé að gefa úr gryfjunum. Margir byggja gryfj-
urnar inni í þurheyshlöðunum, en oft getur verið hag-
kvæmara að byggja þær utan hlöðu, t. d. meðfram
hlöðuvegg, sparar það rúm í hlöðunni, kostnaður við
að gera gryfjuna lítið meiri, en oft betri aðstaða við
að láta í hana, heldur en ef hún er byggð inni í hlöð-
unni. Víða er yfirvofandi að reisa ný gripahús og
þarf þá að velja gryfjunni stað með tilliti til þeirra
væntanlegu bygginga.
4