Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 71
73
3. PlPUGERÐ.
Vatnsleiöslum á sveitabæjum hefur fjölgað mjög á
síðari árum, og jafnframt hefur orðið tilfinnanlegur
skortur á hentugum og ódýrum pípum, til skólpleiðslu
og annarar fráræslu. Til þess að bæta úr þessu, réðist
sambandið í að kaupa pípumót hjá pípugerðinni í
Reykjavík. Lét það steypa talsvert af pípum síðastl.
haust, pípur þessar eru 6 þuml. að þvermáli innan-
máls og um 70 cm. á lengd, og verða seldar héraðs-
búum við vægu verði. —
4. SKINNAVERKUN.
Eins og getið er um í síðustu ársskýrslu sambands-
ins, styi’kti það Pál Jónsson frá Hróardal til að kynna
sér skinnasútun ýmiskonar. Upphaflega var svo til
ætlast, að hann gæti byrjað á sútuninni með vetrar-
komu, af því gat þó ekki orðið, því örðugt reyndist að
fá nothæft húsnæði á Sauðárkróki, hefir það tafið
mjög fyrir framkvæmdum.
Nú er húsnæði loks fengið og verður byrjað að súta
strax úr áramótum. Félagið hefur þegar varið tals-
verðu fé til undirbúnings í þessu skyni.
4. MÆLINGAR OG LEIÐBEININGAR.
Eins og undanfarin ár, hefur Vigfús Helgason kenn-
aiú á Hólum verið ráðanautur félagsins og framkvæmt
allar jarðabótamælingar á sambandssvæðinu, og veitt
bændum auk þess ýmiskonar leiðbeiningar, að öðru
leyti vísast til skýrslu hans, sem hér fer á eftir og
meðfylgjandi jarðabótaskýrslu fyrir árið 1934,