Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 46
Votheysgerð.
• Þó að nú muni liðin um 60 ár síðan byrjað vár að
rita um votheysgerð hér á landi og hvetja menn til að
taka þá heyverkun upp í viðlögum, þá verður ekki
ennþá sagt, að hún hafi náð nokkurri verulegri út-
breiðslu í mörgum héruðum landsins. Ekki er þó
slærnri reynslu eða ófullnægjandi hvatningum og leið-
beiningum um að kenna, því á ýmsum stöðum hefur
vothey verið gert í fleiri áratugi og ávalt með góðum
árangri og ýmsir af mestu landbúnaðarfrömuðum
þjóðarinnar, hafa í ræðu og riti hvatt bændur til að
taka upp þessa heyverkun og má þar sérstaklega nefna
Halldór Vilhjálmsson skólastjóra á Hvanneyri, sem
hefur skrifað manna ítarlegast um þetta efni, og verið
óþreytandi að hvetja bændur til að taka upp þessa
heyverkun. í nýútkominni skýrslu um bændaskólann
á Hvanneyri, skólaárið 1932—34, hefur skólastjórinn
enn á ný skrifað stutta, en mjög aðgengilega grein um
votheysgerð, þar sem hann eggjar allar stofnanir
landbúnaðarins, og leiðbeinandi menn í landbúnaðar-
málum, lögeggjan, að vinna að framgangi þess máls.
Mér er ljúft að verða við þessari áskorun einmitt nú,
vegna þess, að tíðarfarið síðastliðið sumar gaf bænd-
um í þremur fjórðungum landsins svo eftirminnilega
áminning, að ólíklegt er, að hún sé úr minni liðin og
þess því að vænta, að þeir veiti þessu máli meiri at-