Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 77
Eignir sambandsins við árslok voi-u kr. 5811.36. Til-
mæli komu fram um það, að eitt eftirrit af reikning-
unum yrði sent heim í hvert búnaðarfélag á sambands-
svæðinu, og tók sambandsstjómin vel undir það.
Að því loknu voru reikningarnir samþyktir í einu
hljóði.
3. Erindi. Páll Jónasson flutti erindi um sútun
skinna og hvatti til, að gert yrði meira en verið hefur
í því efni. Ýmsir fundarmenn beindu fyrirspumum til
fyrirlesarans, sem hann svaraði greiðlega. Hann sýndi
á fundinum nokkur sýnishorn af skinnum, er hann
hafði sútað eftir að hann kom heim, og líkuðu þau
vel. Erindi Páls var þakkað með lófataki.
Þá flutti sami maður erindi um steypusteinagerð og
svaraði fyrirspumum, sem til hans var beint í því
efni.
4. Frumvarp til fjárhagsáætlunar yfirstandandi ár.
Stjórnamefndarmaður Sigurður Þórðarson las upp og
skýði áætlunina lið fyrir lið. Var hún síðan tekin til
umræðu ásamt þeim tillögum, sem stjórnin bar fram
viðvíkjandi ýmsum liðum hennar. Eftir að umræður
höfðu staðið um stund, á víð og dreif um áætlunina,
var hún borin upp til samþyktar lið fyrir lið, ásamt
þeim tillögum, sem fylgdu. Fyrst vom tekjuliðimir
bornir upp og samþykktir í einu hljóði.
Fyrsta grein í gjöldum samþykt.
Við aðra grein kom fram svohljóðandi tillaga frá
stjóminni:
»Fundurinn samþykkir, að varið verði á þessu ári
kr. 600.00 úr sambandssjóði, sem styrk til garðyrkju-
verkfærakaupa. Skal styrkurinn veittur í réttu hlut-
falli við félagatölu sambandsdeilda, sem svarar einni
krónu á hvem félagsmann. Þeim búnaðarfélögum, sem
ekki notuðu garðyrkjuverkfærastyrk á síðastliðnu ári,