Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 33
35
dóu flestar þessar tegundir strax á fyrsta vetri, en
sáningin var endurtekin og alt fór á sömu leið, Svip-
aður mun árangurinn hafa orðið í Reykjavík. Þó kom
það í ljós, bæði í þessum tilraunum og áður, að hvít-
smárinn gat vaxið hér sæmilega og hefur því venju-
lega verið notað lítilsháttaraf hvítsmárafræi í grasfræ-
blöndur þær, sem hér hafa verið á boðstólum. Sjaldan
mun þó hvítsmárafræið í blöndunum hafa numið
meiru en 2—3 hundraðshlutum og mun óvíða sjást
þess vottur, en til þess liggja ástæður, er síðar verða
nefndar.
Þó að tilraunir þær með belgjurtir, er nú hafa verið
nefndar, bæri svo lítinn hagnýtan árangur, sem raun
ber vitni um, voru þær þó engan veginn þýðingarlaus-
ar. Tilraunamaðurinn má ekki örvænta, þótt lítill ár-
angur sjáist í fyrstu af starfi hans og hér gat verið
um tvennt að ræða: 1) Að veðrátta og jarðvegsskil-
yrði væru óhagstæð belgjurtunum. 2) Að ekki hefðu
verið notaðar réttar aðferðir við ræktun þeirra. Nýtt
viðhorf, samanburður og ýmsar athuganir, virtust
styðja þá skoðun, að hið síðartalda hefði valdið mestu
um mistökin, og var því horfið að því, að taka rækt-
un belgjurta til nýrrar og ítarlegri rannsókna í til-
raunum Ræktunarfélagsins og mun eg hér á eftir
reyna að gefa dálitla hugmynd um, hvað komið hefur
í ljós við þessar tilraunir, þótt þær séu ennþá tiltölu-
lega skamt á veg komnar og hafi aðeins borið hag-
nýtan árangur í örfáum tilfellum.
Þegar vér berum grasrækt vora saman við grasrækt
nágranna vorra er það sérstaklega eftirtektai’vert, hve
miklu meira vér þurfum að nota af köfnunarefnisá-
burði heldur en þeir, til þess að ná sama árangri.
3*