Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Page 2
4
eldrum sínum að Draflastöðum í Fnjóskadal og ólst þar
upp síðan og var hann löngum kendur við þann bæ.
Snemma bar á því, að Sigurður var bókhneigður og drakk
í sig alt, sem hann gat náð í til lesturs og laut að garð-
rækt. Tók hann þá og að leggja stund á garðrækt, þótt
ekki hefði hann notið annarar kenslu í þeirri grein. Mun
hann vera fyrstur manna hérlendis, sem setti garðrækt í
samband við jarðhita. Kom hann upp matjurtagarði við
Draflastaðalaug, ræktaði þar ýmsar matjurtir, sem fáséð-
ar voru þá og jaínvel óþektar í sveitum norðanlands.
Þótti það nýlunda, að nágrannar og jafnvel menn lengra
að gátu sótt þangað gulrófnafræ, sem Sigurður hafði
safnað af fræmæðrum úr garði sínum. Með þessum fram-
kvæmdum vakti hann að vonum athygli á sér, svo, að
honum sóttist létt að fá styrk úr jafnaðarsjóði til garð-
yrkjunáms erlendis. Styrkurinn var bundinn því skilyrði
að tillögu Páls amtmanns Briem, að hann kynti sér ítar-
lega skógrækt. Stundaði Sigurður þá garðyrkju og búnað-
arnám við landbúnaðarskólann á Stend í Noregi 1896—98.
Þegar hann kom heim frá Noregi árið 1898, fékk hann
styrk úr jafnaðarsjóði til þess að rannsaka líf og lífsskil-
yrði skóganna í Fnjóskadal. Jafnframt gekst Páll amt-
maður Briem fyrir því að koma á fót gróðrarstöð hér á
Akureyri, og var hún komin í rækt árið 1900 — trjágarð-
urinn fyrir sunnan gömlu kirkjuna, nú eign Baldv. Ryel,
kaupm. — Sá Sigurður um undirbúning allan og hafði
umsjón stöðvarinnar á hendi þar til hann fór utan til enn
frekara náms á landbúnaðarháskóla Dana á áliðnu sumri
1900. Árið 1899 hafði amtsráð Norðuramtsins samþykt að
taka að sér yfirstjórn Hólaskóla. Voru umbætur taldar
nauðsynlegar á skólanum, fyrirkomulagi hans þyrfti að
breyta og útvega honum nýja kenslukrafta. í þessu skyni
var Sigurður styrktur til náms á landbúnaðarháskólan-
um. Árið 1902 útskrifaðist hann þaðan og var þá veitt
skólastjórastaðan við bændaskólann á Hólum.