Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Qupperneq 10
Fundargerð
Aðalfundar Ræktunarfélags Norðurlands 23. júní 1940.
Ár 1940, laugardaginn þann 23. júní, var aðalfundur
Ræktunarfélags Norðurlands settur og haldinn í húsi fé-
lagsins á Akureyri. Fundurinn hófst kl. 10.50 f. h.
Fundarstjóri var kosinn í einu hljóði formaður félags-
ins, dýralæknir Sig. Ein. Hlíðar.
Fundarstjóri nefndi til skrifara Steindór Steindórsson,
kennara og Hólmgeir Þorsteinsson á Hrafnagili og sam-
þykti fundurinn þá.
Var þá gengið til dagskrár:
1. Kosin kjörbréfanefnd. Kosnir voru: Stefán Stefáns-
son, stjórnarnefndarmaður, Árni Jóhannsson, gjaldkeri og
Ármann Dalmannsson.
Eftir lítið hlé lagði nefndin fram álit sitt, og hafði ekk-
ert við kjörbréfin að athuga.
Þessir fulltrúar voru mættir:
Frá æfifélagadeild Akureyrar:
Ármann Dalmannsson, Árni Jóhannsson, Jakob Karls-
son, Steindór Steindórsson, og sem varamenn Sig. Ein.
Hlíðar og Guðmundur Jónsson.
Þá voru mættir Stjórnarnefndarmaður Stefán Stefáns-
son. Búnaðarþingsfulltrúarnir, með fulltrúaréttindum,
Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri, og Hólmgeir Þor-
steinsson á Hrafnagili. Stjónarnefndarmennirnir Sig. Ein.
Hlíðar og Jakob Karlsson, eru áður taldir með fulltrúum.