Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 24
26
Árið 1940 voru þessir nemendur:
Þráinn Sigurðsson, Siglufirði, yfir vorið.
Guðrún Sigurmundardóttir, Akureyri, alt sumarið.
Helga Guðjónsdóttir, Eyrarbakka, alt sumarið.
Sumarið 1939 var einn búfræðingur frá Hólum í verk-
legu námi: Rögnvaldur Guðjónsson frá Reykjum í Bisk-
upstungum.
Um fræðslustarfsemina er ekki mikið meira að segja.
Nokkura fyrirlestra hefi eg flutt, t. d. á bændanámskeið-
um þeim, sem haldin voru hér við Eyjafjörð síðast á ár-
inu 1940.
Þá hafa margir heimsótt stöðina eins ög áður. Af meiri-
háttar heimsóknum má nefna, að vorið 1939 komu hér í
stöðina nemendur og kennarar frá báðum bændaskólun-
um, bændur frá Búnaðarfélagi Reykdæla í S.-Þing o. fl.
Síðastliðið sumar heimsótti stjórn Búnaðarfélags íslands
ásamt búnaðarmálastjóra stöðina, ennfremur, skólastjóri
garðyrkjuskólans á Reykjum ásamt nemendum skólans
og bændur og húsfreyjur úr Hrafnagilshreppi.
IV. KÚABÚIÐ.
Um það er fátt að segja. Það hefur skilað líkum arði
undanfarin ár. Þó hefur mjólkin líklega minkað eitthvað
tvö síðustu árin, er höfuðástæðan lítil fóðurbætisgjöf og
hefur því tilkostnaður minkað tilsvarandi. Taðan 1939
var mjög góð og átti því að vera hægt að komast af án
mikils fóðurbætis, en svo var ekki auðvelt að fá hentugan
fóðurbæti, svo horfið var að því að gefa hann sem allra
minstan. Hvort þetta er rétt búskaparlag skal eg ósagt
láta, það hentar sumum kúm sæmilega, en getur verið
mjög óhagstætt fyrir bestu kýrnar.