Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Síða 27

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Síða 27
Garðyrkjuskýrsla 1939. Vorið og sumarið var óvanalega gott, og var því að mörgu leyti skemtilegt að starfa við garðyrkjuna. í sumar sást margskonar vel þroskaður gróður brosa mót sól og blíðviðri og þannig teyga í sig þróttinn, eins og börn, sem eru heilbrigð og eiga gott. Trjárœkt. Trjágróðurinn var mikið illa farinn eftir vet- urinn. Tréin víða brotin og sliguð, sem við fyrstu sjón leit mjög illa út, en margt réttist fljótt við í blíðviðrinu og nýgræðingurinn huldi yfir sárin. Toppkal var líka töluvert mikið, sérstaklega á ungviði. En bót er við öllu, eins og þar stendur. Og mikil unun var að sjá í sumar, hvað ungviðið óx og dafnaði og bjó sig vel undir komandi vetur. Tré og runnar blómstruðu mikið, nema Syrenan setti ekki einn einasta blómknapp. Heggur var alsettur blómum 20. maí, og þar á eftir komu önnur tré og runnar, og í júní var mikið blóm- skrúð á trjánum. Grenitrén hafa aldrei haft eins stóra köngla og í sumar. Larix Siberica hafði dálítið af könglum en þrosk- aði ekki fræ. Græðlingar voru settir niður af ýmsum runnum, og var árangur af því með albesta móti. Nokkru af trjáfræi var sáð — og trjáplöntur látnar burtu, eftir því sem föng voru til, en það varð minna en vænta mátti, vegna þess hvað ungviðið var kalið,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.