Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Side 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Side 42
46 áburður er notaður. Síðustu 4 árin dregur heldur úr yfir- burðum sáðsléttunnar yfirleitt, en þó langmest þar sem tilbúni áburðurinn er borinn á og þá einkum í fornrækt- inni með tilbúna áburðinum, en þar verður sáðsléttan, þetta tímabil, lakari heldur en þaksléttan. Ástæðan virð- ist þó ekki sú, að sáðsléttunni hafi hrakað óeðlilega á þessum hlutum tilraunarinnar, samanborið við aðra hluta hennar, heldur hefur þaksléttan farið batnandi. Það er örðugt að gera sér fulla grein fyrir því, hvernig á þessari þróun stendur, en þó má benda á tvær ástæður. Einmitt þar, sem tilbúni áburðurinn er notaður, eru yfirburðir sáðsléttunnar mestir fyrstu árin, en við það tæmist nátt- úrlegur forði landsins fyr á sáðreitunum, en á þeim reit- um, sem gefa miklu minni uppskeru. Sáðsléttan verður því mjög fljótlega að lækka seglin, svo jafnvægi náist milli tekna og útgjalda. Hin ástæðan er sú, að langvar- andi notkun tilbúins áburðar hefur það í för með sér, að grasrótin gisnar. Nú eru, ef til vill, yfirburðir sáðslétt- unnar, að einhverju leyti fólgnir í því, að vaxtarrými sáðgresisins er hentugra, heldur en innlenda gróðursins á þaksléttunni og græðisléttunni. Lítill vafi er á því, að það dregur úr sprettu gömlu túnanna, hve þétt grasrótin er. Nú er líklegt, að langvarandi notkun tilbúins áburðar dragi úr of miklum þéttleika grasrótarinnar á þakslétt- unni, en geri sáðsléttuna of gisna. Á þetta sama bendir það, að þegar breytt er til frá tilbúnum áburði til búfjár- áburðar, (sjá töflu IV), helst mismunurinn betur milli sáðsléttunnar og þaksléttunnar. Það breytir engu í þessu sambandi, þótt alveg sama komi í ljós, þegar breytt er frá búfjáráburði til tilbúins áburðar. Við þá breytingu vex aðgengileg jurtanæring í jarðveginum stórlega og kemur þá í ljós það sama, sem átti sér stað fyrstu árin, að sáð- sléttan getur notað og breytt í uppskeru, miklu meiri jurtanæringu, heldur en hinar ræktunaraðferðirnar. Eg hefi ekki minst mikið á græðisléttuna við þennan

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.