Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Qupperneq 56
61
hestum meira en búfjáráburðurinn, og þó við tökum það
til greina, verður vaxtarauki, sem má telja eftirverkanir
búfjáráburðarins, 17.0 hestar, næsta ár er hann 18.1 hest-
ur, 1936 15.6 hestar og síðasta árið 10.3 hestar.
Á svipaðan hátt getum við fundið, ef við gerum sam-
anburð á búfjáráburðarliðnum, sem engin breyting hefur-
verið gerð á, og þeim liðnum, sem fær búfjáráburð á eftir
tilbúnum áburði, hve ört frjóefnaforðinn safnast, þar sem
búfjáráburður er notaður. Fyrsta árið (1934) samsvarar
þetta 12.7 heyhestum, 2. árið 12.8, 3. árið 6.9 og 4. árið
0.1 heyhesti og má þá heita, að jafnvægi sé náð. Þá er
líka aftur komið svo, að sá mikli vaxtarauki, sem tilbúní
áburðurinn orsakaði á búfjáráburðarliðnum, er genginn
mjög til þurðar og er líklegt, að hann hefði horfið að
mestu eða öllu á næsta ári.
Þegar víkur að fornræktinni, sjáum við, að breyting-
arnar, sem áburðarskiftin valda, eru að vísu hliðstæðar
breytingunum í nýræktinni en miklu minni. Uppskeran
stígur á búfjáráburðarliðnum við það, að hann fær tilbú-
inn áburð, en nær þó tæplega því, sem hún er sömu árin
á liðnum, sem altaf fær tilbúinn áburð og er aðeins örlítið
hærri heldur en á hliðstæðum lið í nýræktinni. Nokkuð
hliðstæð verður breytingin á liðnum, sem fær búfjár-
áburð á eftir tilbúnum áburði. Uppskeran lækkar nokk-
uð, en er þó fullkomlega eins mikil og af liðnum, sem fær
altaf búfjáráburð.
Þetta verður ekki útskýrt til hlýtar, en ekki er ósenni-
legt, að það standi í einhverju sambandi við vaxtarrýmið.
Það er eftirtektarvert, að vaxtaraukinn af tilbúna áburð-
inum umfram búfjáráburðinn, eftir áburðarbreytinguna,
er nær einvörðungu á sáðsléttunni. Breytingin frá búfjár-
áburði til tilbúins áburðar veldur mestum vaxtarauka á
sáðsléttunni. (Sjá töflu III, IV og VI). Á það má líka
benda, að uppskerurýrnunin er langminst á sáðsléttunni,
þegar breytt er frá tilbúnum áburði til búfjáráburðar.