Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Side 58
63
síður sýnir hún greinilega, að þaksléttan er dauðadæmd
ræktunaraðferð eins og nú hagar til með vinnuafl og
kaupgjald.
B. UncLirbúningsrœktunin. Eins og áður hefur verið
getið um, þá átti að reyna undirbúningsræktun eða for-
ræktun á einum lið tilraunarinnar. Þetta mistókst þó að
mestu leyti og hefi eg ekki séð ástæðu til að gera þessum
lið nein skil hér. Fyrsta árið var höfrum sáð í þennan lið
og þar sem árangurinn var athyglisverður, tek eg hann
hér með. Þessi liður fékk samskonar áburð og undirbún-
ing eins og aðrir liðir tilraunarinnar. Sáðmagn var 300
kg. Segerhafrar á ha. Uppskeran varð í 100 kg. heyh. pr.
ha. af grænum höfrum.
Fornræktað. Nýræktað.
Búfjáráb. Tilb. áburður Búfjáráb. Tilb. áburður
190.4 195.4 153.4 98.4
Hafrarnir spretta nokkurnveginn jafnvel af búfjár-
áburði og tilbúnum áburði í fornræktinni, þar sem forði
er fyrir af lífrænum sambiindum, en uppskeran verður
ákaflega misjöfn í nýræktinni, þar sem slíkan forða vant-
ar. Tilraun þessi sýnir því Ijóslega, að hafrarnir nota
ágætlega jurtanæringu úr torleystum samböndum og í
mögrum nýræktarjarðvegi, þarf fjarska mikið af tilbún-
um áburði til þess þeir gefi góða uppskeru, þar notast
búfjáráburðurinn tiltölulega mikið betur. í fornræktinni,
þar sem nægur forði af jurtanæringu, í lífrænum sam-
böndum, er fyrir í jörðinni, vegnar tilb. áb. alt eins vel
eins og búfjáráburði. Við getum því sagt, að hafrar þurfi
næringu í lífrænum samböndum, til þess að gefa góða
grœnfóðuruppskeru.
C. Gróðurinn. Það er eðlilegt, að gróðurinn verði harla
óh'kur á tilrauninni. Þaksléttan og græðisléttan eru vaxn-
ar óvöldum, lágvöxnum, innlendum gróðri einvörðungu og
gætir þar margra grasa, þótt grastegundirnar: Túnving-