Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Qupperneq 6
6
r
lands 1943, en um beinar fjárveitingar úr ríkissjóði til
þessa kynbótabús mun ekki hafa verið að ræða nema tví-
vegis, 1944 20 þúsund og 1945 25 þúsund krónur. Sam-
kvæmt búfjárræktarlögunum frá 1948 er heimilt að
greiða tilraunabúi þessu 4000 krónur fjórða hvert ár, til
„að kaupa úrvals kynbótahross'V Annars hefur verið mjög
hljótt um tilraunabú þetta, enda ber hér skakkt að. Ráðu-
nautur Búnaðarfélags íslands í hrossarækt er jafnframt bún-
aðarkennari á Hvanneyri. Óneitanlega hefði verið sigur-
stranglegra og eðlilegra, að ráðunauturinn hefði verið kenn-
ari við þann bændaskóla, sem hefur „tilraunabú í hrossa-
Atvinnudeild háskólans, sem þó er ekki í neinum tengsl-
um við Háskóla íslands, var vígð og tók til starfa 17. sept.
1937.
Upphaf að stofnum hennar er að finna í lögum nr. 97,
3. maí 1935, um rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna
við Háskóla íslands. Þar er ákveðið að stofnun þessi skuli
starfa í þremur deildum: fiskideild, iðnaðardeild og bún-
aðardeild. Um búnaðardeildina segir:
„Búnaðardeildin skal hafa með höndum jarðvegsrann-
sóknir með sérstakri hliðsjón af almennri jarðrækt, garð-
rækt, skógrækt og áburðarþörf jarðvegsins, jurtarannsóknir
og jurtasjúkdómarannsóknir, búfjársjúkdómarannsóknir og
rannsóknir á kynbótum búfjár.
Við deild þessa skulu starfa þrír fræðimenn í fræðigrein-
um þeim, sem að ofan getur.“
Svo koma til lögin frá 7. maí 1940, um rannsóknir og
tilraunir i þágu landbúnaðarins. Annar kafli þeirra fjallar
um starfsemi landbúnaðardeildar rannsóknarstofnunar Há-
skóla íslands. Þar segir svo: