Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 7
7 „Landbúnaðardeildin skal hafa með höndum þessi verk- efni: 1. Jarðvegsrannsóknir. 2. Jurtakynbætur og frærannsóknir. 3. Rannsókn jurtasjúkdóma. 4. Fóðurrannsóknir og fóðrunartilraunir. 5. Búfjárkynbætur. 6. Rannsókn búfjársjúkdóma. Við stofnunina skulu framvegis starfa sérfræðingar í þess- um fræðigreinum, og skipar ráðherra í stöðurnar, að fengn- um tillögum viðkomandi tilraunaráðs, eftir því sem fé er veitt til þess í fjárlögum.“ Og ennfremur: „Landbúnaðardeildin skal gera hvers- konar athuganir og rannsóknir fyrir tilraunastöðvarnar, til- raunabú bændaskólanna og bændur.“ Og loks: „Landbúnaðardeildin skal fá jarðnæði til afnota á hentugum stað nærri Reykjavík, þar sem hægt er að rann- saka nauðsynlegustu þætti varðandi: Fóðrun, búfjárkyn- bætur, búfjársjúkdóma, jurtakynbætur og jurtasjúkdóma.“ Þessi lagaákvæði eru í raun og veru enn í gildi óbreytt, en þó voru á sama þingi, sem gekk frá þeim, samþykkt tvenn lög önnur, sem grípa inn í tilraunalögin og jafnvel stangast við þau. Það eru lög nr. 41, 12. febr. 1940, um breyting á lögum um rannsóknarstofnun i parfir atvinnu- veganna frá 1935, sem fyrr voru nefnd. Breyting þessi skapar hina svonefndu rannsóknanefnd ríkisins. Hin lögin eru lög nr. 68, 7. maí 1940, um náttúrurannsóknir. Þau nema úr gildi tvenn lög, sem máli skipta í þessu sambandi, lögin frá 1935, um rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveg- anna og hin nefndu lög frá 12. febr 1940. í þessum lögum, um náttúrurannsóknir, er rannsóknanefndin orðin að rannsóknaráði. Þriðji kafli laganna um náttúrurannsóknir er um

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.