Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 8

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 8
8 atvinnudeild háskólans, þar skýtur því undarlega nafni fyrst upp, en þar rekur sig líka eitt á annars horn. Deildin er kennd við Háskóla íslands, en lýtur þó í engu stjórn skól- ans né skipulagi. Henni er skipað undir forsjá atvinnumála- •ráðherra og Rannsóknaráð ríkisins, og svo hefur verið æ síðan. Búnaðardeild atvinnudeildar háskólans er í þessum lögum, um náttúrurannsóknir, ætlað mjög hið sama verkefni eins og Landbúnaðardeild rannsóknarstofnunar Háskóla Islands er ætlað í lögunum um rannsóknir og tilraunir í þágu land- búnaðarins, en sá er munurinn, að í lögum um náttúru- rannsóknir er ekki gert ráð fyrir, að búnaðardeild hafi neitt jarðnæði til umráða né neina slíka aðstöðu til að sinna verkefum í þágu landbúnaðarins. En það, sem ber mest á milli, um þessi tvenn lög, sem gefin eru út sama daginn, er, að í lögunum um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins lýtur búnaðardeild for- sjá tveggja ráða, Tilraunaráðs jarðræktar og Tilraunaráðs bújjárræktar. Þriðja ráðið, Verkfæranefnd, sér um verkfæra- tilraunir. í lögum um náttúrurannsóknir er aftur á móti búnaðardeildin og Atvinnudeild háskólans í heild komin undir forsjá Rannsóknaráðs ríkisins. Verkfæratilraunir eru að engu hafðar. Aumari grautargerð í lögum er vart hægt að hugsa sér en setningu þessa tveggja laga sama daginn, 7. maí 1940. Af því hafa tilraunamálin mjög sopið seiðið á umliðnum árum. Ekki þarf fleira til að nefna, en það fráleita fyrir- komulag, að tilraunaráðin, búfjárræktar og jarðræktar, hafa með höndum yfirstjórn tilraunabúanna, bæði jarðræktar- búanna fjögurra og nautgripabúanna tveggja, og ennfrem- ur þeirra tilrauna, sem gerðar eru á búum bændaskólanna, um allt er til þess kemur að ákveða verkefni og skipu- leggja tilraunimar; en aftur á móti hafa hin sömu tilrauna- ráð ekkert að gera með Búnaðardeild atvinnudeildar há-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.