Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 10
10
ilaði í fjárlögum ársins 1943: „Að setja á stofn sauðfjár-
ræktarbú á mæðiveikisvæðinu og verja til þess allt að
100.000 kr. úr ríkissjóði." — En það var, eins og Halldór
Pálsson segir um málið, „til stofnunar tilraunabús í bú-
fjárrækt á vegum Búnaðardeildar. Var fyrst og fremst gert
ráð fyrir, að á búi þessu yrðu gerðar ræktunar- og kynbóta-
tilraunir með sauðfé. Þá var þegar búið að koma á fót vísi
að hrossakynbótabúi á Hólum í Hjaltadal, en ekki var talin
ástæða til þess að setja upp tilraunabú í nautgriparækt“.
Ennfremur segir hann réttilega í sambandi við þessa ráð-
stöfun og kaupin á Keldum:
„Ekki var talið fært að hafa sama jarðnæði fyrir búfjár-
kynbætur og búfjársjúkdóma.“
Jörðin Hestur í Borgarfirði var valin fyrir tilraunabú í
sauðfjárrækt, svo sem kunnugt er og enn er.
En Adam búvísindanna var ekki lengi í Paradísinni á
Keldum. Er til kom reyndist það ekki nógu svipmikið að
fást við rannsóknir á búfjársjúkdómum sem búnaðarmál.
Rannsóknarstofnun háskólans i húfjármeinafræði var
komið upp á Keldum, og svo nefnd í bráðabyrgðalögum
4. júní 1946 og í lögum 9. okt. sama ár. Orðið búfjármeina-
frœði, þótti þó fljótt of búskaparlegt, og var nafni stofn-
unarinnar því með þriðju lögunum, í frumvarpi, sem lagt
var fram á Alþingi 13. des. 1946, breytt í „Tilraunastöð
háskólans í meinafræði“. (Lög nr. 11, 28 febr 1947). Jafn-
framt var með þessari þreföldu löggjöf starfsemi þessi og
stofnun lögð læknadeild háskólans að fullu og öllu, og
er hún ekki í neinum tengslum við atvinnudeild háskól-
ans. Er tekið fram, að „ákvæði laga nr. 64, 7. maí 1940,
gilda ekki um stofnun þessa“. Láðst mun hafa að taka
fram, að lög nr. 68, 7. maí 1940, um náttúrurannsóknir,
gildi heldur ekki um stofnunina á Keldum. Stofnunin á
Keldum er mentamál, ekki búnaðarmál.
Með þessu öllu var Búnaðardeild svift sínu fyrirheitna