Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Blaðsíða 11
11
óðali Keldum, hún sat eftir landlaus, með menn sína á
mölinni, þá er áttu á Keldum að vinna „að jurtakynbótum,
jarðvegsrannsóknum, jurtasjúkdómarannsóknum o. fl.“.
Hér ber að nefna, þar eð það skiptir miklu máli, að á
Keldum var myndarlega að unnið, þar var staðsett og byggð
stofnun með haus og hala. Þar er allt á einum stað, bú-
skapur og peningshús, skrifstofur og rannsóknastofur og
framleiðsla lyfja. Þar býr bústjóri að sjálfsögðu, en þar býr
einnig forstöðumaður stofnunarinnar. Ber mjög að virða
það og þakka hvernig hefur verið þar við vikist um þessa
hluti. Það er rökrétt að álykta eftir því, sem síðar er fram
komið, að ef á Keldum hefði verið stofnað til búskapar
og rannsókna á vegum Búnaðardeildar, hefði þessu verið
öðru vísi háttað. Þá hefði ekki verið annað á Keldum en
peningshús og tilraunareitir og í besta lagi bústjóri, en
forstöðumenn hefðu búið við malbikaðar götur sem næst
miðbæ Reykjavíkur, og þar hefðu verið staðsettar þær rann-
sóknastofur og skrifstofur, sem með þurftu. Keldur hefðu
orðið selstaða, eða beitarhús búvísindanna, höfuðvígið hefði
orðið vel verndað frá fjósalykt og öðru íllu, sem leiðir af
miklum samvistum við búþörf bóndans. Að Keldum hefði
aðeins verið farið til húsvitjana og aðdrátta á hráefni til
vísindaiðkana.
VI.
Síðan fyrirheitna landið á Keldum glataðist, hafa for-
ráðamenn Búnaðardeildar verið í sífeldri landaleit, víða áð,
en hvergi náð bólfestu. Sauðfjárkynbæturnar einar riðu sín-
um Hesti frá Paradísarmissinum og sitja hann enn við góða
aðbúð, eftir því sem um er að gera í tilraunamálum land-
búnaðarins. Víða hefur verið borið niður, og má segja að
óskir og fyrirætlanir hafi verið ýmist í ökla eða eyru. Hér
hefur mest verið um að ræða Jurtakynbótadeild búnaðar-
deildar og þarfir hennar fyrir jarðnæði. Eitt sinn var