Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 19

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 19
19 er ein eftir. Liggur þá við að spyrja: Á sú deild þá ekki einnig að sameinast einhverju öðru mikilsverðu á sviði búnaðarins, svo af verði heilsteypt stofnun? Svarið er gefið: Búnaðardeildin á að sameinast þeirri búnaðarkennslu og búnaðarfrœðslu, sem merkust er í landinu. Eins og nú standa sakir er það fyrst og fremst framhaldsdeildin við Bændaskólann á Hvanneyri. Með hverjum hætti verður þetta best sameinað, svo að upp komist góð og starfhæf búnaðarstofnun (búnaðar Insti- tut)? Það verður einfaldlega best gert með því að flytja\ Búnaðardeildina á gras — flytja hana að Hvanneyri. Allti mælir með þessu, ekkert á móti, nema ótti nokkurra manna við að búa og starfa í umhverfi moldar og gróðurs í stað malbiks og malar. Hér er um að ræða hið stóra val: mold eða möl. Þessi hugmynd er ekki ný. Gunnar Bjamason hreyfði henni fyrstur manna, ég ritaði um málið í greinargerð 1951 og ræddi um hugmyndina í útvarpi í janúar 1952. Árið 1951 komst ég meðal annars svo að orði: „Allt hjal um það, hvað missist við að Búnaðardeildin hverfi frá Reykjavík, verður þegar á reynir harla léttvægt, alveg eins og með búfjárræktarráðunautana. Rökin fyrir því, að þeir fagmenn, sem vinna ráðunautsstörf í búfjár- rækt og sérfræðingar, sem vinna að búnaðarrannsóknum, þurfi endilega að búa á mölinni í Reykjavík, eru yfirleitt ekki annað en hégómi, sem yfirstjórn búnaðarmála ætti að vera hafin yfir að taka tillit til. Þar vegur heildarheill og framtíðarþörf svo langtum meira, — og því ekki að hafa aðal bændaskóla landsins og búnaðar-institut á einum og sama stað, líkt og tíðkast jöfnum höndum hjá smáþjóðum eins og Norðmönnum, sem telja sig ekki hafa fjárhagsleg né fagleg efni á því að hafa þetta öðruvísi, og hjá stærstu þjóðum og ríkustu, eins og Bandaríkjamönnum, sem hafa 2*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.