Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 25

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 25
25 og varanlegra umráða. Þar á að koma upp pví tilraunabúi, með húsum og öllu, sem hún parfnast og sem eitt sinn stóð til að koma upp á Keldum. Þar, á sama stað, á einnig að byggja yfir Búnaðardeildina frá grunni og að fullu, skrif- slofur, rannsóknastofur, gróðurhús o. fl. Sömuleiðis for- slöðumann deildarinnar og auðvitað bústjóra (eða verk- stjóra) tilraunabúsins. Þetta væri allt sjálfgert, ef Bunaðardeildin væri flutt að Hvanneyri, en þetta verður einnig að vera ófrávíkjanlegt grundvallaratriði, þó að deildin sé ekki flutt að Hvann- eyri, en verði í þess stað í næsta nágrenni Reykjavíkur. Það er blátt áfram raunalegt, að búvísindamennirnir skuli ekki sjá þetta og stefna fast að því í tillögum sínum og kröfum. Raunar er ofmælt að segja, að vísindamenn- irnir sjái þetta alls ekki, þó þeir haldi því lítt á lofti, og dragi af sér alla sókn að mesta marki. Sumarið 1953 fór magister Sturla Friðriksson, erfðafræð- ingur, „kynnisför á tilraunastöðvar Norðurlanda“. Förin „var farin vegna tilmæla Rannsóknaráðs ríkisins. Mark- mið hennar var“, — meðal annars — „að kynnast bygging- um, vélum, rekstri og öðru fyrirkomulagi tilraunastöðva Norðurlanda, vegna fyrirhugaðrar byggingar slíkrar stöðvar hér í nágrenni Reykjavíkur." í áframhaldi af ferðaskýrslu sinni setur Sturla fram: „Uppkast að skipulagi jurtakynbótastöðvar Atvinnudeildar háskólans." — Um legu stöðvarinnar segir hann: „Tilraunastöðin skal vera í nágrenni Reykjavíkur; er það eðlilegt vegna þess: a) að lega hennar er góð, sem tilraunastöð fyrir SV-lands- hlutann, sem er einna mest ræktaði hluti landsins. b) að auðvelt er um alla aðdrætti og önnur sambönd við höfuðstað landsins.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.