Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 26
26 c. að þá er hægt að nota tæki og vinnu annarra fagmanna Atvinnudeildarinnar. d. að við það sparast husbyggingar fyrir starfsmenn stofn- unarinnar, sem nú búa í bænum. Nauðsynlegt er, að land stöðvarinnar sé ca. 20 ha að stærð, vel fallið til ræktunar með nokkuð fjölbreyttum jarð- vegi. Landið skal vera slétt eða lítið eitt hallandi móti suðri og ekki hólótt. Reyna skal að velja stöðinni stað, þar sem veðrátta er fremur mild, og mikið atriði er að þar sé gott skjól. Landið þarf að vera vel girt.“ Og loks segir Sturla: „Gæta skal þess að byggingunni sá þannig fyrirkomið, að auðvelt sé að auka við hana. Er ekki óeðlilegt, að seinna meir verði fluttar þangað rannsóknarstofur jurta- og jarð- vegsrannsókna, jurtasjúkdóma- og meindýrarannsókna, og þar verði miðstöð frœeftirlitsins(Undirstrikað af mér. Á. G. E.). Hér er rétt en veikt á haldið, en þó er auðsætt, að magister Sturla hefur þá (skýrslan er dags. 17. sept. 1953) fyllilega komið auga á þann möguleika að Búnaðardeildin byggi og sé til húsa í eigin túni. En ósköp er þetta veikt og vægt, það „er ekki óeðlilegt. að seinna meir verði“ horft svona hátt. Hér er allt reiðubúið til afsláttar og undanhalds, svo sem nú er fram komið, með tillögum um að byggja við Atvinnudeildina og fá á leigu húsalausa spildu á Korpúlfs- stöðum, — flytja svo jafnframt Framhaldsdeildina frá Hvanneyri ofan í þetta staðfestuleysi. Það er þessi veikleiki, sem jafnvel minnir á áhugaleysi, sem er hið dapurlegasta við þessi mál öllu. Það er horft smátt á málin. Með því bregðast vísindamennirnir búnaða- málunum, og kalla yfir sig, og störf sín, vanmat almenn- ingsálits, löggjafa og leiðtoga þjóðarinnar, og þá er ekki við góðu að búast. Ef þessir vel menntuðu menn vildu að-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.