Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Blaðsíða 32

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Blaðsíða 32
32 Hafnarfjarðar þannig, að bœirnir nái saman, þarsem Reykja- vík þrýtur að sunnan, t. d. við Arnarneslœk (eða Hraun- holtslæk), þar taki Hafnarfjörður við. Þetta er eitt af stórmálum höfuðborgarinnar, mikið stærra mál og merkilegra heldur en allur fjöldi manna lætur sér til hugar koma. Ber margt til þess. Reykjavík og Hafnar- fjörður geta sparað sér miljóna útgjöld árlega á hinum næstu árum, með því að beina aukinni byggð á svæðið á milli bæjanna meðfram þjóðveginum og vogunum, í stað þess, að aukin byggð teygi sig að óeðlilegri leiðum út frá Reykjavík, t. d. upp í Breiðholtsland og Vatnsenda, upp að Rauðavatni og upp undir Grafarholt. Hér þarf ekki mörg rök til að tína, þau eru svo auðsæ hverjum, sem um þetta vill hugsa. Það eru vegir og gatnagerð, vatnsæðar og holræsi, og samgöngur allar. En síðast er að nefna það, sem stærst er, það er hitaveita Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Næsta stóra skrefið í hitaveitumálinu, er hitinn frá Krísuvík. Það er tugmiljónamál og meira en það, og um leið það sem úr sker, um þá hitaveitu, að hin stóraukna byggð, sem hleðst utan um Reykjavík á nœstu áratugum, verði sem mest á svæðinu á milli Reykjavikur og Hafnar- fjarðar, fremur en út um holt og hæðir annars staðar. Hér er ekki heldur um neitt neyðarráð að ræða, borgarstæðið fagurt og gott. Af þessu öllu athuguðu er ljóst, að það má ekki undan draga, að ríkið og Reykjavíkurborg eignist Arnarnes. Hér geta hagsmunir ríkis og borgar farið mjög vel saman. Ríkið fær glæsilegt land fyrir Búnaðardeildina og það, sem henni fylgir, borgin fær stórt land til lóðaúthlutunar á ágæturn stað, og það sem er mikilsvert, þannig land, að auðveldara er að koma mikilli véltækni við, er undirbúa skal byggð- ina, og gera þann undirbúning hóflega dýran, heldur en víðast annarsstaðar í nágrenni borgarinnar. Tvenns konar mótmælum hef ég heyrt hreyft gegn hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.