Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Qupperneq 34
34
máli frá niðurlægingu, ef ríkisvöldin gugna á því að gera
það bezta, að koma búvísindunum að Hvanneyri og byggja
þar fullkomna búfrceðistofnun.
Læt ég svo lokið umræðu um staðsetningu búvísindanna.
Vona ég sú heill fylgi málinu, að allar umræður um aðra
staði en Hvanneyri reynist ónauðsynlegar. Segja má að ég
hafi þá veikt góðan málstað minn, með því að ræða svo
ýtarlega um annað staðarval, en hér verður að búa sem á
bæ er títt og gera sér ljóst, að því miður er búnaðarmálum
vorum ekki þannig skipað né stjórnað, að það sé einhlítt
að einbeita sér í góðu máli og stefna að besta árangri, án
þess að líta til annara og oft lakari úrræða. Þess vegna hef
ég ritað á þann hátt sem orðið er.
XVI.
Enn er órætt um þann þátt tilraunamálanna, er ég hér
að framan minnti á með þessum orðum: „Ákveða þarf
starfssvið tilraunabúanna fjögurra, sem nú starfa aðallega
að tilraunum í jarðrækt, annarsvegar, og hins nýja tilrauna-
bús Búnaðardeildar hins vegar. Samstarf þessara aðila og
verkefni."
Kostur tilraunabúanna á Akureyri, Sámsstöðum, Reyk-
hólum og Skriðuklausri er minni en skyldi. Hér hefur verið
ráðist í meira en efni og vilji leyfði. Tvö elstu og fyrst-
nefndu tilraunabúin voru engan vegin viðunandi búin til
starfa, né viðunandi að þeim búið, þegar ráðizt var í að
bæta við tveimur nýjum tilraunabúum, vestra og eystra.
Sú nýja framkvæmd var því mjög vafasöm. Eðlilegra hefði
verið að gera gömlu tilraunabúin fyrst vel úr garði, áður
en hærra var reist, koma svo upp einu búi til viðbótar og
ganga frá því um stofnframkvæmdir, áður en fitjað var upp
á því fjórða. Þannig hefði verið farið að í nágrannalönd-
unum. Jafnvel orkar tvímælis, hvort hin eiginlegu tilrauna-