Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 35
35
bú hefðu átt að vera nema tvö, á Suðurlandi og Norður-
landi, með útibú á Vesturlandi og Austurlandi. Nú var hin
leiðin farin og stofnun tveggja nýrra tilraunabúa hiifð undir
í einu, samhliða endurbótum á gömlu búunum. Olli þessu
vafalaust nokkuð reipdráttur milli landshluta og metn-
aður. Allt hefur þetta orðið til þess, að seint og treglega
hefur gengið að fá tilraunabúin gerð sæmilega úr garði.
Hitt er verra, að framkvæmd tilrauna hefur orðið minni
en vera ætti og minni en bændur hafa viljað gera kröfur
til. Meinið stærsta er, að tilraununum er ekki ætlaður meiri
hlutur en svo, að einn tilraunastjóri á hverju búi er jafn-
framt bústjóri og allt í öllu og getur því eigi sinnt tilrauna-
málunum nema að hálfu leyti. Auk hins beina óhagnaðar,
sem af þessu stafar, fylgir því sá mikli ókostur er enginn
er aðstoðarmaður á neinu tilraunabúi, að enginn ungur
maður kynnist tilraunamálunum, né þjálfast til að geta
tekið við sem tilraunastjóri, þegar eldri maður fellur frá
eða hættir starfi. Sem nýja tilraunastjóra verður því alltaf
að ráða unga menn, algerlega óþjálfaða og ókunnuga mál-
um og staðháttum.
Þörf er að átta sig vel á þessu öllu, þegar ræða skal við-
horf Búnaðardeildar til tilraunabúanna. Það hefur óefað
mótast töluvert til hins verra, einmitt fyrir þær sakir, hve
kostur tilraunabúanna er lítill um fræðilega forsjá, og tæki-
færi tilraunastjóranna til að sinna sérgrein sinni, tilraun-
unum, af fullum krafti og í samræmi við getu sína. Þetta
hefur meðal annars orðið til þess, að vísindamennirnir við
Búnaðardeildina hafa farið að eyða sínum lærdómi og dýra
tíma í að fást við einfalda hluti, sem að öllu leyti eru í
verkahring tilraunabúanna, og sem ekki þarf neina Bún-
aðardeild til að fást við. Jafnframt hafa tilraunastjórarnir
látið sér þetta vel líka og jafnvel þau ósköp, að í Búnaðar-
deildinni, á tilrauna landi hennar, er verið að gera einföld-
ustu athuganir og tilraunir til undirbúnings áríðandi og
»*