Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 36
36
verulegra tilrauna með þeim hætti, að það væri einfalt verk
fyrir hvaða aðstoðarmann, sem er, á einhverju tilraunabú-
inu, að annast þá framkvæmd við eftirlit tilraunastjóra,
húsbónda síns, sem æfingu í tilraunastarfi. Tilraunastjór-
arnir telja þetta jafnvel vel farið, að vísindamennirnir í Bún-
aðardeild létti þannig af tilraunabúunum einföldum störf-
um og vandalitlum, sem þeir (tilraunastjórarnir) yrðu ella
að eyða sínum knappa tíma til að vinna. Með þessu er ekki
sagt, að starfsmenn Búnaðardeildar séu eða eigi að vera
meiri búvísindamenn en tilraunastjórarnir, aðeins meira
sérhæfðir. Þetta eiga allt að vera jafn réttháir búvísinda-
menn.
Þetta fyrirkomulag er óhæft með öllu; mun ég vikja bet-
ur að því síðar. Það, sem mest ríður á að gera tilraunabú-
unum til eflingar, er, að þegar í slað verði svo mönnuð
búin d Sdmsstöðum og Akureyri, að auk tilraunastjóra, sem
fyrst og fremst sinnir tilraununum og stjórn þeirra, sé á
hvoru búi einn fullmentaður aðstoðarmaður, sem um leið
getur verið bústjóri eða verkstjóri. í starfi sínu mentast
þessir aðstoðarmenn til þess að verða tilraunastjórar síðar
meir, er röðin kemur að þeim. Hið sama er auðvitað fram-
undan á Reykhólum og Skriðuklaustri, þótt segja megi,
að þau bú þoli fremur bið með að verða fyllilega mönnuð
til að rækja hlutverk sitt.
XVII.
Þegar tilraunabúin fjögur verða gerð starfhæf mótast
verkaskiptingin milli þeirra og tilraunabús Búnaðardeildar
auðveldlega og skynsamlegar en nú er.
Sumir spyrja, þarf Búnaðardeildin nokkurt tilraunabú?
Getur hún ekki notað tilraunabú í jarðrækt, sem til eru.
til að koma fram rannsóknum sínum og tilraunum? Ef
eitthvert hinna fjögurra tilraunabúa hefði verið nær vett-